Mánudagur, 31. ágúst 2020
Landið er opið, sóttkví er ekki mannréttindabrot
Þeir sem koma til landsins, hvort heldur Íslendingar eða útlendingar, fara í 5 daga sóttkví og eru skimaðir tvisvar. Þetta þýðir ekki að landið sé lokað og ekki heldur að um mannréttindabrot sé að ræða.
Þúsundir Íslendinga fóru í sóttkví í vor og heyrðist hvorki hósti né stuna um stjórnarskrárvarin réttindin. Í stjórnarskránni eru engin ákvæði um að einstaklingur eigi rétt til að smita aðra. Enn síður eru ákvæði í stjórnarskrá er heimila ferðamönnum að koma með smitsjúkdóma inn í landið.
Ferðalög til og frá landinu standa öllum til boða. En sóttvarnir kveða á um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví. Meðalhóf og jafnræði ríkir þar sem eitt gengur yfir alla.
Þegar reynsla er komin á núverandi fyrirkomulag, t.d. um miðjan september, er hægt að endurmeta stöðuna. Tillaga er um að heimkomusmitgát komi í stað sóttkvíar. Kannski er það raunhæf lausn, að því gefnu að heimkomusmitgát feli í sér að viðkomandi sé ekki í fjölmenni.
Gildandi reglur um sóttvarnir virðast gefa góða raun, mælt í nýgengi smita. Það er ábyrgðarhluti að grafa undan þeim árangri.
Engin óeining en efasemdir innan flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Nýgengi smita" er fullkomlega óáhugaverður mælikvarði á árangur aðgerða.
Fjöldi dauðsfalla og fjöldi á gjörgæslu eru það hins vegar. Og þessir mælikvarðar sýna að aðgerðir yfirvalda eru alltof, alltof strangar.
Geir Ágústsson, 31.8.2020 kl. 08:56
Opið - lokað. Ef aðgerðin kemur í veg fyrir að eðlileg viðskipti fari fram þá er lokað.
Ragnhildur Kolka, 31.8.2020 kl. 09:11
Mælikvarðinn hlýtur að snúa að afleiðingum. Og þar verður að horfa á heildarafleiðingar. Bullmælikvarðar á borð við nýgengi smita verða til þegar fólk hefur ekki á hreinu hvert markmiðið er.
Og auðvitað þýðir þessi sóttkví að landið er í raun lokað fyrir erlendum ferðamönnum. Það sér hver heilvita maður.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 10:27
Sem stendur er dýrmæt söluvara að selja ferðamönnum sóttfrítt, grímulaust og frjálst umhverfi.
Kolbrún Hilmars, 31.8.2020 kl. 13:10
Ef forsendan fyrir veirufríu landi er að hingað komi enginn, hverjum á þá að selja þessi "gæði"? Skammsýni er ákaflega algeng í umræðu um þessi mál. Stundum keyrir hún um þverbak.
Þorsteinn Siglaugsson, 31.8.2020 kl. 14:46
O, þeir koma, Þorsteinn, sem efni hafa á og nægan tíma. Er hvort sem ekki helst sóst eftir slíkum ferðamönnum?
Kolbrún Hilmars, 31.8.2020 kl. 15:39
Já, við sjáum þá streyma hingað, ekki satt?
Þorsteinn Siglaugsson, 1.9.2020 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.