Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Helgi breytti skjali - Seðlabankinn hóf rannsókn
Seðlabanki Íslands fjallar ekki um launamál sjómanna, og enn síður fer bankinn með sakamálarannsókn á því ,,hvort að laun sjómanna hjá Samherja væru hugsanlega lægri en þau ættu að vera", eins og haft er eftir Helga Seljan.
Helgi fékk hrá gögn, sem eiga uppruna sinn hjá Verðlagsstofu skiptaverð, og breytti þeim - það hefur hann viðurkennt. Hann fór með gögnin og sínar viðbætur til Seðlabanka Íslands þar sem skipulögð var tvöföld aðför: húsleit hjá Samherja og Kastljósþáttur á RÚV.
Aðgerðir voru samræmdar. Sama dag og húsleitin fór fram sendi RÚV út Kastljósþáttinn.
Tilefnið var ekki launamál sjómanna Samherja heldur brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti.
Án atbeina Helga og RÚV hefði Seðlabankinn aldrei hafið rannsókn á Samherja. Launamál fyrirtækja í landinu eru einfaldlega ekki á könnu bankans.
Í dómsmálum sem fylgdu í kjölfarið fékk Samherji fullan sigur.
Eftir stendur að tvær opinberar stofnanir stóðu að samsæri um aðför að Samherja.
Það sem kom fram í Kastljósi hafi verið rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skarplegt og rétt hjá þér Páll.
Stjórnmálamenn verða að stíga hér inn og manna sig upp í að taka á þessu DDRÚV skrímsli, sem orðið er ríki í ríkinu. Þetta fyrirbæri þarf helst að þurrka alveg út, því það er fullkomin tímaskekkja og ofan í kaupið siðferðilega gjaldþrota hrúga vinstrimanna á framfærslu okkar skattgreiðenda. Óforbetranlegt misfóstur.
Út með þetta fyrirbæri.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2020 kl. 20:35
Það er auðvitað ekki við því að búast að samherjar Samherja hafi getu eða vilja til að skilja að sala á útflutningsvöru á undirverði í þeim tilgangi að innleysa álagninguna utan Íslands var á þeim tíma sniðganga á reglum um skilaskyldu gjaldeyris og þar með brot á gjaldeyrislögum, sem var sannarlega í verkahring Seðlabankans að framfylgja. Enn síður að það var hvorki við RÚV eða starfsmenn þar að sakast þó ráðherra reyndist svo hafa vanrækt að staðfesta reglugerðina sem kvað á um viðurlög við brotinu, þannig að hinir brotlegu sluppu með skrekkinn. Að komast upp með brot vegna formgalla er enginn sigur heldur undankomuleið.
En hverju á að hafa verið breytt í skjalinu sem Samherji birti?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2020 kl. 21:55
Já hverju var breytt í hráum gögnum frá Verðlagsstofu?
Einhver pantaði Well-done!
Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2020 kl. 23:48
Hvergi hefur komið fram hverju á að hafa verið breytt.
Skjalið sem Samherji birti er það sama og Kastljós birti.
Hvernig var því breytt ef það er sama skjalið?
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2020 kl. 00:04
Helgi fékk hrá gögn sem eiga uppruna sinn hjá Verðlagsstofu skiptaverð,og breytti þeim.---Það hefur hann viðurkennt.
Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2020 kl. 00:11
Skjalið sem Samherji birti fór aldrei í gegnum hendur neinna fréttamanna. Þar hefur verið strikað yfir nöfn nokkurra aðila sem var ekki ætlunin að gera opinber. Það var annað hvort gert af Verðlagsstofu skiptaverðs eða Samherja áður en skjalið var birt.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2020 kl. 15:52
Í kjölfar hrunsins starfaði maður nokkur hér heima við það eitt að flytja fjaldeyri inn til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina. Það gerði hann þannig að erlendis stofnað hann skúffufyrirtæki fyrir hvern "kúnna" sem hann vann fyrir. Skúffufyrirtækið skrifaði síðan tilhæfulausa reikninga á viðkomandi útflutningfyrirtæki með samþykki eigenda. Þannig lækkaði sá gjaldeyrir sem skila bar til Seðlabankans og hækkaði það sem fór í gegnum fjárfestingaleiðina. Á tveggja ára tíbabili voru 10 milljarðar fluttir inn með þessum hætti. Í þeim tilfellum þar sem um útgerðarfyrirtæki var að ræða... say no more... var ekki aðeins verið að rýra hlut sjómanna heldur einnig ræna minni hluthafa sömu fyrirtækja...Svo sér maður suma af þessum sem umsvifamestir voru gapandi af vandlætingu og mega ekki vamm sitt vita... give me a brake.
Atli Hermannsson., 26.8.2020 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.