ASÍ fangi öfgahyggju

ASÍ, fyrir hönd verkalýðsfélaga eins og Eflingu og VR, standa í stríði við samfélagsskipun sem sátt var um í áratugi.

Efling boðar sósíalisma og VR kyndir undir innanlandsófriði hvenær sem færi gefst. ASÍ veitir þessum félögum stuðning.

Verkalýðsfélög, í krafti gildandi laga, einoka vinnumarkaðinn. Skylduaðild er að verkalýðsfélögum sem eru með slíkt vald að Flugfreyjufélagið var með það í höndum sér að knýja Icelandair í gjaldþrot.

Á meðan ASÍ styður öfgastefnur í stjórnmálum og tekur sér völd yfir atvinnustarfsemi í landinu grefur ASÍ undan stöðu verkalýðshreyfingarinnar í heild.


mbl.is Aðgerðir Icelandair fyrir Félagsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Eiríksson

Er ekki staðreyndin sú að Icelandair braut þær reglur og hefðir sem hafa verið á íslenskum vinnumarkaði og því er afar eðlilegt að láta Félagsdóm skera um um lögmæti þeirra aðgerða ?

Flosi Eiríksson, 25.8.2020 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband