Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Óvissan er um tímalengd farsóttar
Á meðan farsóttin er í vexti erlendis getur ekki orðið eðlilegt ástand í farþegaflugi til og frá Íslandi.
Ef vel tekst til með sóttvarnir innanlands verður Ísland álitlegur kostur erlendra ferðamanna þegar kórónaveiran gefur eftir.
Við þurfum að vinna heimavinnuna og þar er ein meginforsendan að takmarka nýgengi smits frá útlöndum.
Engar vísbendingar um mýkri lendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna í ósköpunum ætti Ísland að verða "álitlegur kostur erlendra ferðamanna" þegar kórónuveiran er horfin? Er það vegna þess að landamærin eru lokuð núna?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 08:18
Ég skrifaði ,,þegar kórónuveiran gefur eftir." Veiran hverfur ekki si svona heldur fækkar smitum og samfélög verða á varðbergi. Þessi tími getur varað i misseri. Ef Ísland teldist ,,öruggt" á þessum tíma yrði landið ákjósanlegur áfangastaður.
Páll Vilhjálmsson, 25.8.2020 kl. 08:42
Sem ríkisstarfsmaður finnur þú ekki fyrir atvinnuleysinu, Páll og getur talað eins og lækning sé handan við hornið. Það er ekki að fara að ské. Bóluefni hafa ekki verið fundin við náskyldum veirum og þessi býr nú þegar yfir meiri fjölbreytileika en bæði MERS og SARS. Lærum að lifa með veirunni. Það er meira í húfi en bara ferðaþjónustan.
Ragnhildur Kolka, 25.8.2020 kl. 09:28
Jú, Ragnhildur, við verðum að lifa með veirunni. Spurningin er hvernig.
Það blasti við í byrjun ágúst að annað tveggja yrði að gerast. Að halda landinu sem mest opnu, líkt og í júní og júlí, en en meira og minna loka á skólahald og menningar- og íþróttalíf. Eða að þrengja stórlega ferðir til og frá landinu, með skimun og sóttkví, og ná þannig fyrr tökum á innanlandssmitun.
Þriðja leiðin, sem lítt er rædd, er að halda ferðalögum sem mest frjálsum, hafa vægar innanlandsvarnir og koma þeim í sem öruggast skjól sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Fjórða leiðin, sem ekkert er rædd, þótt nokkrir dufli við hugsunina, er að hafa engar sóttvarnir og leyfa veirunni að éta sig í gegnum samfélagið óáreittri.
Páll Vilhjálmsson, 25.8.2020 kl. 10:26
Þetta er ansi hreint mótsagnakennt. Forsenda þess að landið sé öruggt er að hingað komi engir ferðamenn. Hvernig á þá sú staðreynd, að landið sé öruggt, þ.e.a.s. lokað, að verða til þess að hingað komi ferðamenn? Þeir komast ekki til landsins ef það er lokað, svo útskýringin sé tekin alla leið.
Voru einhver skrýtin efni í grautnum í morgun?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 10:32
Öruggt er það land talið þar sem fá smit eru. Þú fylgist ekki með umræðunni, Þorsteinn.
Páll Vilhjálmsson, 25.8.2020 kl. 10:43
Ertu ekki að halda því fram að smitin berist með ferðamönnum væni minn? Og leiðin til að losna við þau sé að losna við ferðamenn? En á sama tíma ætlar þú að fá hingað ferðamenn? Hvernig á þessi lógik að ganga upp?
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 10:46
Það er þriðjudagur, Þorsteinn.
Páll Vilhjálmsson, 25.8.2020 kl. 10:48
Gaman að sjá þig kljást svona við vitleysuna Páll, reyndar ómaklega að þér vegið með því að halda því fram að heilbrigð skynsemi hafi eitthvað með vinnuveitandann að gera.
Tek undir orð þín, þegar haustar þá munu veirufrí lönd heilla þá sem fá að ferðast á tímum farsóttar.
Reyndar ekki okkar að ákveða, en við getum samt verið tilbúinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.8.2020 kl. 12:32
Já, það mun eflaust allt fyllast af ferðamönnum sem mega ekki koma hingað!
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 13:31
Þorsteinn.
Þú ert skynsamari en þetta.
Reyndu frekar að njóta þess að til sé fólk sem reynir að tjá sig út frá því sem það telur rétt og skynsamlegt, hvort sem þú ert sammála því eður ei.
Þú hefur síðan valfrelsi að tjá skoðanir þínar, þær eru alveg jafn réttmætar og aðrar, það er ef mælikvarðinn er að fyrir þeim séu færð rök, og að rök takist á.
Nýttu þér það frelsi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.8.2020 kl. 13:53
Það er öllum frjálst að halda fram mótsögnum. En það er ekki bannað að benda á mótsagnirnar. (En það er kannski verra þegar menn skilja ekki að þeir eru að halda fram mótsögn, jafnvel eftir að á það hefur verið bent.)
Þorsteinn Siglaugsson, 25.8.2020 kl. 20:01
Bull býr ekki til mótsögn Þorsteinn.
Það voru ekki gínur sem rætt var við í fréttum og spurt hvernig 5 daga sóttkvíin legðist í þau.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.8.2020 kl. 07:34
Þér er frjálst að ímynda þér að hingað streymi ferðamenn til að vera í sóttkví. Þér er alveg frjálst að líta framhjá staðreyndum um stórfellda fækkun ferðamanna, niðurfellingu fluga og þar fram eftir götunum og ímynda þér þetta. Alveg eins og þér er frjálst að trúa því að þú sért hross, maríuerla eða Jesú Kristur. En raunveruleikinn breytist ekki við ímyndanir þínar.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 08:40
Blessaður Þorsteinn.
Mér líst nú best á þetta með maríerluna og þér er fullkomlega heimilt að ímynda þér hvað aðrir ímynda sér og það er staðreynd að ferðamönnum fækkaði eftir hinar nýju reglur við landamærin.
Spurning rökræðunnar er hvort þeir hefðu ekki gert það hvort sem er, breskum ferðamönnum í Frakklandi hefur fækkað mjög, og það er ekki reglum íslenskra stjórnvalda um skimun við landamæri að kenna.
Reyndar hefur ferðamönnum um allan heim stórfækkað og á því eru skýringar, sömu skýringar og gilda um fækkun ferðamanna hér.
Spurningin hvort það er viðspyrna í 5 daga sóttkví í stað 14 daga, tilraun sem öruggt er að margar þjóðir munu fylgjast með úr fjarska.
Það er hins vegar eðlilegt að komum fólks sem ferðast eins og það sé enginn heimsfaraldur kórónuveirunnar fækki þegar krafa er gerð um sóttkví við landamæri, markaðssetning miðaðist jú við þá afneitun, en það hefur ekkert reynt á hvort fólk sé tilbúið að ferðast til lands þar sem það er öruggt með að sýkjast ekki meðan á dvölinni stendur.
Á þetta er Páll meðal annars að benda þér en viðbrögð þín; "það mun eflaust allt fyllast af ferðamönnum sem mega ekki koma hingað!".
Sem þú veist að er rangt, og ég var nú bara kurteislega að benda þér á að þú gætir betur en þetta.
Við maríerlurnar erum nefnilega svo friðsamar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.8.2020 kl. 09:38
Ef forsenda þess að landið sé laust við veiruna er að hingað komi ekki ferðamenn, og ef stefnan er að halda landinu lausu við veiruna, þá er auðvitað bersýnilegt að hindra verður komur ferðamanna hingað. Þetta segir sig sjálft. Og afleiðingin er þá auðvitað sú að hingað koma engir ferðamenn. Þetta nenni ég nú ekki að útskýra oftar.
Fabúleringar um að það skipti engu máli varðandi komur ferðamanna hvort þeir eru í sóttkví meðan dvalið er í landinu dæma sig auðvitað sjálfar.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 11:50
Ég hef nú lesið betri útúrsnúning en þetta Þorsteinn, þú veist það líka og ég skil ekki af hverju þú ert að gera svona lítið úr sjálfum þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.8.2020 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.