Ómaklega vegið að Þórdísi

Fyrsta frétt RÚV í hádeginu var af Þórdísi ferðamálaráðherra, sem hitti vinkonur sínar og gætti ekki að tveggja metra reglunni. RÚV telur okkur trú um að þetta sé mikilvægasta atriðið í lýðveldinu hádegið 17. ágúst.

Svo er ekki.

Víst mátti Þórdís gæta betur að 2 metrum milli sín og vina sinna. En vangáin er ekki stórkostleg.

Sóttvarnir eru í þágu samfélagsins, ekki til að lemja fólk í hausinn með.


mbl.is „Þetta hafi verið óheppilegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það skiptir ekki nokkru máli þótt vinkonurnar hafi ekki gætt 2ja metra reglunnar innbyrðis, sama hvort þær hefðu hist í heimahúsi eða á veitingastað. Semsagt; það er veitingastaðarins að gæta fjarlægðar gesta sinna frá öðrum ótengdum.  

Kolbrún Hilmars, 17.8.2020 kl. 14:55

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Klöguskjóður! 

Ragnhildur Kolka, 17.8.2020 kl. 15:57

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mér detta nú aðra skjóður í hug við lestur þess sem höfundur býður nú upp á en þær sem klaga. 

Ekki bara hægt að "fara að lögum" þegar hentar og á tyllidögum.

Kórinn að melda sig inn...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.8.2020 kl. 18:45

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigfus Ómar, nei ég er ekki allra en þakka fyrir að vera ekki þín. 

Ragnhildur Kolka, 17.8.2020 kl. 21:47

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Margt af því sem hefur verið hrópað vegna þess að skóla félagar komu saman til að slaka á er ekkert annað en stormur í vatnsglasi.

 

Til þess að fólk alment átti sig til hlítar hvað það er sem má og ekki má þá þarf einhver að gera mistök og líklegast er það ungt fólk sem að það hendir, látum þetta því bara renna hjá en lærum sjálf.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.8.2020 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband