Föstudagur, 31. júlí 2020
Ísland er á engilsaxnesku áhrifasvæði, Katrín
Útganga Breta úr ESB, Brexit, breytir stöðu Íslands á alþjóðavísu. Heimssýn Breta snýst ekki lengur um meginland Evrópu heldur hverfist hún um náin tengsl við Bandaríkin.
Þýska útgáfan Die Welt myndskreytir nýja stöðu á norðurslóðum. Ísland, Grænland og Færeyjar eru brúin á milli Bandaríkjanna og Bretlands.
Rússland, og þar áður Sovétríkin, gera sig gildandi á norðurslóðum. Kínverjar eru nýliðar sem þarf að hafa auga með.
Aftur er morgunljóst að Evrópusambandið er á útleið sem valdaafl á norðurslóðum.
Verkefni íslenskra stjórnvalda næstu ára er að losa Ísland úr viðjum ESB.
Samningurinn, sem við sitjum uppi með, EES, er frá tíunda áratug síðustu aldar, þegar ESB ætlaði sér stóra hluti í okkar heimshluta, með Bretland, Noreg og Ísland innanborðs. En þegar Norðmenn afþökkuðu aðild, Ísland lét samfylkingarumsóknina deyja drottni sínum og Bretland gekk út eru forsendur gjörbreyttar.
Katrín forsætis er vonandi nógu raunsæ til að sjá hvert stefnir og tala í takt við hagsmuni Íslands. Kannski verða henni fyrirgefin mistökin frá 16. júlí 2009.
Mikilvægt að forðast hernað á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt lesið.
Kristinn Bjarnason, 31.7.2020 kl. 14:18
Katrín er með Bandarikjaandúð í genunum. Það verdur erfitt fyrir hana að hleypa raunsæinu fram fyrir tad. En það má vona.
Ragnhildur Kolka, 31.7.2020 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.