Fimmtudagur, 30. júlí 2020
Farsóttin er veiran plús pólitík
Á meðan farsóttin kennd við COVID-19 geisar eru minni líkur á endurkjöri Trump 3. nóvember. Fyrir forsetann er bráðnauðsynlegt að farsóttin gangi yfir og/eða að mótefni verði aðgengilegt.
Að sama skapi eru andstæðingar Trump áfram um að halda lífi í farsóttarógninni sem allra lengst.
Vísindin vita enn fremur lítið. Deilt er um hvort önnur bylgja sé á ferðinni eða að sú fyrsta sé enn að rísa. Ófyrirséðar afleiðingar dúkka upp, t.d. fækkun fyrirburafæðinga, og betra efnahagsástand en fyrst var ætlað.
Þegar fárið sjatnar og hægt að draga lærdóm af, sem vit er í, verða forsetakosningarnar löngu afstaðnar.
Tekur í sama streng og sonurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kórónuveiran er ekki versta afleiðing þessarar "farsóttar" heldur viðbrögðin, stjórnvöldin, þau munu valda verri afleiðingum en sjálf veiran. Það hefur löngu verið ákveðið að önnur bylgja kæmi sem yrði verri en sú fyrri. Allar þessar ákvarðanir hafa verið teknar af þeim sem öllu stjórna bak við tjöldin. Nú mun koma "bóluefni" sem öllum verður gert að taka, nema þeim sem öllu stjórna bak við tjöldin.
Ótti er okkar versti óvinur, ekki veiran, óttinn lamar fólk veldur skelfingu sem hefur áhrif á ónæmiskerfi líkamans og gerir fólk enn veikara.
Ég vil hvetja fólk til að lesa Davíðsálm 91 (í Biblíunni) "Sæll er sá sem situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka, sá sem segir við Drottinn, hæli mitt og háborg Guð minn er ég trúi á . . ." allur sálmurinn eru huggunarorð og fyrirheit þeim sem á Guð trúa.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.7.2020 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.