Miðvikudagur, 29. júlí 2020
Píratafylgið og vinstrióreiða
Svört líf skipta máli, Trump-andúð og vinstrifasismi eru erlend áhrif á íslensk stjórnmál þetta sumarið. Vinstrimenn og frjálslyndir eru einkum móttækilegir fyrir erlendum áhrifum enda skortir þá þjóðlega kjölfestu.
Fylgi Pírata tekur stökk í könnun miðsumars og er það mælikvarði á velgengni innfluttu óreiðunnar.
Á meðan heimatilbúin upplausnarmál Samfylkingar voru í forgrunni síðvetrar fékk sá flokkur nokkurn meðbyr í mælingum. Nú eru það Píratar. Ves fyrir sjóræningjana að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða löngu yfirstaðnar þegar gengið verður til þingkosninga á Fróni.
Píratar með næstmest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finsnt ekki við hæfi að flokkar á alþingi kenni sig við sjóræningja
hjá þjóð sem að játar KRISTNA TRÚ í sinni stjórnarskrá.
Það er ekkert að því að tileinka sér erlend áhrif,
en BARA EF AÐ ÞAU LEIÐA TIL FRAMÞRÓUNAR.
Annars ekki.
Jón Þórhallsson, 29.7.2020 kl. 13:36
Það er þó kannski bara ágætt að nafnið Píratar lýsa þeim vel. Sjóræningjar voru miklir skaðvaldar á sinni tíð og þessir nýju sjóræningjastjórnleysingjar virðast vera háskalegir ekki síður. Annars er það alveg ljóst að Píratar eru harðlínukommúnistar í dulargervi.
Saga vinstrimanna er saga eilífra tilrauna til að skipta um ham, skipta um flokka, þykjast vera annað en þeir eru. Ég sannfærist æ betur um það að vandinn bæði á Íslandi og annars staðar við mikil áhrif svona frjálslyndra kjána sé að þetta eru menntasnobbskynslóðirnar, fólkið sem hugsar ekki sjálfstætt. Fólkið sem hugsar um mannúð fyrir flóttamenn en ekki öryrkja og aldraða.
Innræting er kölluð fræðsla og fræðsla er kölluð upplýsingaóreiða, sem sagt eitthvað sem þeim er lítt að skapi. Einu góðu fréttirnar koma frá Póllandi, þar sem reynt er að halda í það sem hefur virkað vel áður.
Ingólfur Sigurðsson, 29.7.2020 kl. 15:10
KRSTNI, SKÁTAR, ROTARY og hinar grísku ólympisku íþróttir
eru erlend hugmyndafræði
sem að íslendingar líta á sem JÁKVÆÐ ERLEND ÁHRIF og hafa tileinkað sér.
Jón Þórhallsson, 29.7.2020 kl. 17:38
Gleðiefnið í þeirri könnun sem höfundur leggur út af hér er augljóslega að fylgi Miðflokksins, þeim sama og sá sem situr þar í öndvegi skilur ekki baráttu minnihlutahópa í USA og sami flokkur og á varaþingmann sem er tilbúinn að kljúfa önnur verkalýðsfélög fyrir sína hagsmuni, fer þverrandi. Því ber að fagna.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.7.2020 kl. 21:23
Píratar hafa áður haft svo mikið fylgi að Birgitta hringdi í heimspressuna..
Guðmundur Böðvarsson, 1.8.2020 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.