Miðvikudagur, 29. júlí 2020
Hagvöxtur eftir farsótt
Spænska veikin var síðasta skæða farsóttin sem reið yfir vesturlönd 1918-1920. Um 500 milljónir sýktust og einn af hverjum tíu dó, að talið er. Bullandi hagvöxtur var í áratug eftir spænsku veikina.
Sumir, t.d. Jeremy Warner á Telegraph, spá viðlíka hagvexti eftir Kínasóttina sem nú tröllríður heimsbyggðinni.
Við ættum þó að fara varlega. Þrælgóðum þriðja áratug síðustu aldar lauk með kauphallarhruni í New York haustið 1929. Heimskreppa, fasismi og heimsstríð sigldu í kjölfarið.
Að vísu erum við að taka út þessi misserin frjálslyndan fórnarlambafasisma og hann endist trauðla fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Heimsstríð er ekki yfirvofandi. Þjóðir heims eldast og með aldri kemur viska.
Þá er aðeins eftir hagvöxtur sem einatt er hringrás með innbyggðri kreppu. Alveg hægt að lifa við það.
![]() |
Vísbending í krönum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.