Þriðjudagur, 28. júlí 2020
Ragnar Reykás-verkó
Flugfreyjur höfnuðu kjarasamningi afgerandi 8. júlí. Innan við þrem vikum síðar samþykkja flugfreyjur sama samning, líka afgerandi.
Ragnar Reykás var fígúra í skemmtiþætti, þekkt fyrir að skipta algerlega um skoðun í einu og sama fréttaviðtalinu.
Flugfreyjur héldu, líkt og Sólveig Anna í Eflingu og Ragnar Þór í VR, að hægt væri að breyta heiminum með orðum. Að með því að segja að Icelandair væri ekki nærri gjaldþrota, og hafna kjarasamningi, væri hægt að halda vinnunni og sækja fram til betri kjara.
En sumar staðreyndir lífsins breytast ekki með orðum. Prik til flugfreyja að þær þurftu ekki nema þrjár vikur til að skilja efnahagslegan veruleika. Sólveig Anna og Ragnar Þór eru enn í eyðimörk óskhyggjunnar.
Flugfreyjur samþykktu kjarasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðmundur Einarsson verkfræðingur sagði stundum við okkur lærisveinana:"Það þýðir ekkert að berja dauðan hest"
Þau Reykás og Anna hefðu gott af að velta þeirri staðreynd fyrir sér eins og flugfreyjurnar greinilega gerðu.
Bogi Nils er ótrúlega kjarkaður maður sem ég tek ofan fyrir.Rólegur og raunsær.
Halldór Jónsson, 28.7.2020 kl. 12:14
Ég endurek tillögu mína hvað varðar Icelandair:
Ef við teljum þjóðina þurfa að halda Icelandair á lofti þá dettur mér eftirfarandi í hug:
Lífeyrissjóðirnir leggi fram 50 milljarða til félagsins með því fororði að ríkið ábyrgist þeim endurgreiðslu ef illa fer til dæmis þannig:
Eftir fimm ár frá gjaldþroti Icelandair borgi ríkið lífeyrissjóðunum 5 milljarða til baka og svo áfram á 10 árum. Þetta greiði landsmenn í meiri sköttum hvert ár. Landsmenn taki á sig tapið en lífeyrisþegar sleppi. Við tökum sjansinn í ljósi aðstæðna. Gerum þetta fyrir opnum tjöldum þannig að engum núverandi eigenda verði hyglað svo að hneykslun valdi
Allir landsmenn fái svo sent hlutabréf í félaginu hver eftir sínum greidda skatti vegna þessa.
Þetta gerum við strax og byrjum að láta Icelandair fljúga. Það má reka alla stjórnina, losa sig við allan annan rekstur og afskrifa allt hlutaféð mín vegna enda held ég að það sé alveg nóg að hafa bara Boga Nils einan við stýrið.
Hann Bogi Nils hefur sýnt það að hann hefur í það minnsta 4 Framsóknarvit á rekstri og verkalýðsmálum. En til samanburðar hafði hesturinn hans Stebba Ste,hann Roy, 2 Framsóknarvit að því að Stebbi sagði sjálfur enda var Roy mjög traustur til erfiðra ferðalaga.
Verðum við ekki að gera eitthvað afgerandi og fljótt með Icelandair?
Halldór Jónsson, 28.7.2020 kl. 12:17
Góð hugmynd hjá Halldóri. Annað eins og lítilvægara hefur almenningur mátt greiða niður gegnum skattkerfið.
Kolbrún Hilmars, 28.7.2020 kl. 12:50
Það eru til marxistar sem tala af viti. Það er hægt að vera ósammála þeim.
En fólk sem bullar út í eitt getur náð langt á Íslandi ef það felur samhengisleysið á bakvið marxisma sem engin skilur hvort eð er. Engin veit hvað Sólveig Anna, Drífa, Viðar, Gunnar og Ragnar Þór eru að tala um en það hljómar vel í eyrum sumra.
Flest styðja þau Hamas gegn Ísrael. Drífa fór í skemmtiferð til Palestínu. Til að leggja blessun sína yfir ömurlegt ofbeldiseinræði Hamas?
Aldrei hringir viðvörunarbjöllum. Ekki einu sinni gagnvart Icelandair í covid-hruni vegna þess að "marxisminn" þeirra hefur engar tengingar við raunveruleikann.
Benedikt Halldórsson, 28.7.2020 kl. 14:24
Laun eru of há miðað við þjóðaraflann. Fyrirtækin geta ekki greitt laun sem ekki er innistæða fyrir. Það hefur ekkert með pólitík að gera. Kommarnir á Neskaupstað hefðu skilið það. Misskipting launa eru önnur barátta - Alþingis. Það þarf að bregðast við samdrætti og atvinnuleysi þegar fólk er búið að eyða sparifé sínu, án þess að setja allt í einn allsherjarvitleysisgraut. Það þarf að leysa eitt vandamál í einu - án barnalegs marxisma sem engin kærir sig um. Valdið er dreift.
Benedikt Halldórsson, 28.7.2020 kl. 15:04
Greinilegt að höfundurinn, kennarinn, skilur ekki hvað það er að semja um kjör, bæði þeirra sem eldri eru og þeirra sem yngri eru. Opinberir starfsmenn hugsa bara um sig öllu jafna. Þeir á einkamarkaðnum þurfa að huga að mörgu. Opinberir starfsmenn fá minni vinnu fyrir sömu laun en þeir sem vinna hjá einkaaðilum fá nú að vinna meira fyrir minni laun.
Vonandi tekst höfundin og kennaranum að skilja þetta þegar hann verður stór.
P.s launkostanður flugliða hjá einu flugfélagi eru innan við 10% af heildar launakostnaði sama flugfélags. Það gat aldrei haft úrslitaáhrif.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.7.2020 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.