Föstudagur, 17. júlí 2020
Krónan er raunsæi og jöfnuður
Krónan speglar íslenskan efnahagsveruleika. Í hagvexti og þenslu styrkist hún en gengið lækkar í samdrætti. Krónan jafnar lífskjörin. Kaupmáttur almennings eykst þegar krónan styrkist, miðað við verðlag á vöru og þjónustu erlendis, en minnkar við gengislækkun.
Viðreisn og Samfylking vilja krónuna feiga og taka upp annan gjaldmiðil, sem hvorki endurspeglar íslenskt efnahagslíf né stuðlar að jöfnuði.
Viðreisn kennir sig þó við raunsæi í efnahagsmálum og Samfylking við jöfnuð. Margt er skrýtið í kýrhausnum.
Krónan sýnir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi ber þjóðin gæfu til að sækja ekki bjargráð til þessa liðs.
Halldór Jónsson, 17.7.2020 kl. 13:01
Þetta er einfalt, bókhaldið verður að vera um fyrirtækið, þjóðina sem þú rekur, starfar í, ekki um eitthvert annað fyrirtæki eða aðra þjóð.
Egilsstaðir, 17.07.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 17.7.2020 kl. 13:10
Við erum með seðlabankastjóra sem veldur starfinu.
Benedikt Halldórsson, 17.7.2020 kl. 16:42
Já það er margt skrýtið í beljuhausnum! En eitt Páll skal ég benda þér á í sambandi við hinn Íslenska veruleika um jöfnuð! Vonandi kanntu smávegis í bókhaldi? En ef að þú rekur heimili með vissar tekjur og útgjöld þá sem dæmi tekjur á ársgrundvelli 3.990299- útgjöld ekki opinber 3850000 og þá á eftir að taka skattinn af. Og þetta er fyrir utan matvæli og bensín eða olíu á bílinn! Svo bætist við auka 35 þúsund í bifreiðargjöldin núna! Þannig hvernig á almenningur að lifa nema á sultarlaunum og varla hafandi í sig og á ég þekki þessa sögu frá A-Ö síðan 2005!
Örn Ingólfsson, 18.7.2020 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.