Fimmtudagur, 16. júlí 2020
Draugar, rasismi og sjálfsblekking
Ef við tölum nógu mikið um drauga trúum við á þá. Sama gildir um rasisma. Enginn nema fáeinir í Bristol vissu hver Edward Colston var þangað til styttu hans var steypt af stalli. Colston er draugur úr fortíðinni.
Þeldökki leikarinn Morgan Freeman segir í viðtali að rasismi sé tilbúningur orðræðunnar. Stafræn miðlun orðræðunnar fær fólk til að trúa draugasögum um rasisma.
Economist, blað breskrar raunhyggju, segir vestræna blaðamenn, einkum þá amerísku, óðum að tapa tiltrú á hlutlægri miðlun upplýsinga. Á bandarískum ritstjórnum er nóg að háværum minnihluta ,,finnist" rasismi liggja í loftinu þá skal birta fréttir sem renna stoðum undir tilfinninguna. Skoðanir ryðja úr vegi hlutlægum staðreyndum.
Sjálfsblekkingin er í grunninn pólitísk. Þeir sem halda fram rasisma héldu áður fram sósíalisma. Ismar af ýmsu tæi eiga sameiginlegt draugasögum að afneita veruleikanum eins og hann blasir við og leggja trúnað á falsorðræðu. Eins og trúin flytja ismar fjöll. Í þeim flutningum verða til staðir eins og Gúlagið.
Styttu af svartri konu steypt af stalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
NYT færist støðug dýpra inn i myrkur múgsefjunarinnar. Síðasta fórnarlambið, blaðamaðurinn Bari Weiss gafst upp og send inn uppsagnarbréf. Hennar er saknað jafnt af republikönum sem demokrøtum sem enn cera krøfur um gagnrýna hugsun. Eftir situr skrillinn sem heldur að bna hafi orðið til 1619.
Ragnhildur Kolka, 16.7.2020 kl. 13:35
Fólk sem sér í gegn um hollt og hæðir notar skyggnigáfu sína til að setja sig í inn í flókin mál - án þess að þekkja þau. Það veit því allt um sekt þeirra sem þeim er illa við - löngu áður en dómur fellur. Með fjarskynjunum og almennum ofskynjunum setur fólkið sig inn í öll mál hringinn í kringum jörðina - á hraða taugaboðefna. Það er svo sannfært um illsku óvina sinna að það vill þagga niður í illum orðum með banni á illum orðum, úr því að ekkert er Gúlagið eða galdrabrennur.
En hver er hæfur til að finna og særa út illa anda hatursorðanna? Engin, þess vegna er málfrelsið eina leiðin til að losna unda skyggna / róttæka fólkinu. Vestrænt réttarkerfi eyðileggur byltingarstemninguna.
Benedikt Halldórsson, 16.7.2020 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.