Þórhildur stal deginum frá Þorvaldi og krötum

Fréttadagurinn í gær átti að snúast um Þorvald Gylfason og Samfylkinguna. En Þórhildur Sunna Pírati stal glæpnum með sviðsettri afsögn.

Kjarninn, málgagn Samfylkingar, hafi eytt mörgum dögum í að undirbúa sýningu á spillingu sjálfstæðismanna með því að standa í vegi fyrir að sonur fyrrum ráðherra Alþýðuflokksins fengi ekki ritstjórastöðu á Norðurlöndum. RÚV hjálpaði til, eins og venjulega. Í gær átti að vera uppskeruhátíð þegar formaður Sjálfstæðisflokksins var kallaður fyrir stjórnskipunarnefnd þingsins til að Gummi krati gæti grillað hann.

En Þórhildur Sunna var ekki á því að leyfa hvítum miðaldra kratakörlum að eiga sviðið. Eftir hádegi tilkynnti dramadrottningin afsögn og stal fyrirsögnum gærdagsins og morgunfréttanna í dag.

Spilling kratanna var ekki lengur umræðuefnið heldur sært stolt dramadrottningar sem fyrir ári fékk á sig úrskurð að brjóta siðareglur alþingismanna.


mbl.is „Enginn gengið jafn aggresíft fram“ og Þórhildur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sýnir hve tilgangslaus tilvist þessa fólks er að ekki-ráðning Þorvaldar og afsögn óhæfs nefndarformanns verður stórviðburður í huga þeirra. Máttleysi þeirra kristallaðist í "yfirheyrslunnar" yfir Bjarna Ben fyrir S&E-nefndinni. Eina leiðin sem Þórhildur Sunna  sá til að rífa upp stemninguna var að segja af sér formennskunni. Það féll kylliflatt.

Ragnhildur Kolka, 16.6.2020 kl. 09:17

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er ekki öll vitleysan eins!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.6.2020 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband