Sunnudagur, 7. júní 2020
Trump kallar heim hermenn frá Þýskalandi
Frá lokum seinna stríðs eru bandarískir hermenn í Þýskalandi. Hersetan var fyrsta kastið tákn um sigur á Hitler. Síðar merki um samstöðu vesturlanda gegn sovéskum kommúnisma. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 var engin forsenda fyrir veru Bandaríkjahers á þýskri grundu.
Trump hyggst kalla heim þriðjunginn af rúmlega 30 þúsund manna herliði.
Ítrekað hefur Trump sagt að Þjóðverjar verði að bera aukna byrði vegna Nató-samstarfsins, sem missti tilgang sinn með falli járntjaldsins fyrir 30 árum.
Utanríkisráðherra Þýskalands segir af þessu tilefni að sambandið við Bandaríkin sé flókið. Orð að sönnu. Það er flókið að reka hernaðarbandalag þegar enginn er óvinurinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.