Svört líf skipta mál, - bara ekki fyrir svarta

Árið 2016 voru 2870 blökkumenn myrtir í Bandaríkjunum. Yfir 90 prósent morðingjanna voru blökkumenn.

Tölurnar eru fengnar úr gagnagrunni alríkislögreglunnar, FBI.

Blökkumenn eiga ýmislegt vantalað sín á milli um virðingu fyrir mannslífum.

 

 


mbl.is Endurnefndi veginn „Black Lives Matter Plaza“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Þú virðist eiga í erfiðleikum með að skilja út á hvað mótmælin ganga. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 7.6.2020 kl. 08:12

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Mótmælin er kynnt á Íslandi sem eitthvað göfugt og tímabært sem verði til þess að nú fatti hvítir íslendingar loksins hversu miklir rasistar þeir eru og hvernig þeir komu illa fram við allt fólk í heiminum.

Að tala um að íslendingar voru sjálfir nýlenda Dana flækir bara málið. Hvíti húðliturinn sannar sektina. Við eigum að játa sekt okkar og biðja um fyrirgefningu syndanna eða í það minnsta skreyta heimasíðu okkar með slagorðum, sem sanna að við hötum ekki svarta. 

Það sem kallað er "mótmæli" eru mótmæli, íkveikjur, morð, búðarhnupl og fleira sem meirihluti fólks í Ameríku er á móti. Á Íslandi er einföld svart/hvít sýn kynnt til sögunnar, svo að fólk sem hefur engan áhuga á sögu geti skilið "ástandið".

Benedikt Halldórsson, 7.6.2020 kl. 09:23

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sumir eru með hlutverk sitt á hreinu. Við sem finnum ekki þörfina til að leggjast undir vöndinn. Eru jafnan afskrifuð í umræðunni með athugasemdum eins þessari frá Tryggva L. Aðal vandi svartra samfélaga á vesturlöndum er svört samamfélög á vesturlöndum.  

Guðmundur Jónsson, 7.6.2020 kl. 10:42

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef eitthvað er mannfyrirlitning þá er það að taka sjálfsforræði af fólki. En þannig koma vinstrimenn á Vesturlöndum fram við litað fólk. Þeir tala yfir það eins og það sé börn sem ekki kunna fótum sínum forráð. Lyndon B Johnson hrinti t.d. af stokkunum "Stríði gegn Fátækt" þ.s. ríkið jók hlut sinn í velferð borgaranna. Það leidd síðan til upplausnar fjölskyldubanda sem varð fyrr meira áberandi hjá svörtum en hvítum, samanber skýrslu Pat Moynihan sem sat í stjórn Johnsons: 

"The steady expansion of welfare programs can be taken as a measure of the steady disintegration of the Negro family structure over the past generation in the United States.

Þegar Moynihan skrifaði skýrslu sína 1965 voru einstæðar svartar mæður 25% en 2015 var þetta hlutfall komið í 77%. Segir sig sjálft að þegar ábyrgðin var tekin af feðrum fuku þeir út í vindinn. Eftir sitja mæðurnar með föðurlausu börnin sem hafa enga aðra fyrirmynd en sterkasta gaurinn í götunni sem stýrir genginu.

Ragnhildur Kolka, 7.6.2020 kl. 12:04

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Árið 2016 ákvað leikstjórnandi ruðningsliðsins San Franciscviðo 49 ers, Colin Kaepernick, að fara niðir á annað hnéð til að vekja athygli, og mótmæla, á valdníðslu lögreglu gagnvart blökkumönnum í USA og fékk bágt fyrir m.a. frá Trump. Það á ekki að þurfa eldflaugasérfræðing til að sjá hvernig komið hefur verið fram við blökkumenn í USA.  Kornið sem fyllti mælinn er myndband sem sýnir lögreglumann kvelja líftóruna úr blökkumanni fyrir framan 3- 4 félaga sína sem ekki lyfta litla fingri fórnarlambinu til hjálpar. Fólk krefst breytinga, hingað og ekki lengra. Að segja sögur af einhverju öðru er bara til að drepa málum á dreif eða skortur á skilningi vandans. Nema lífsskoðunin sé að hvítt fólk sé eitthvað merkilegra en annað fólk. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 8.6.2020 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband