Jöklamýs - afleiðing án orsaka

Mosavaxnir steinar á jöklum færast úr stað án skýringa. Úr prentuðu útgáfu fréttarinnar:

Þrátt fyrir ýmsar tilgátur virðist enn ekki staðfest hvað skýrir hreyfinguna. Einfaldar tilgátur líkt og að steinarnir leiti einfaldlega niður á við eða stjórnist af vindi virðast ekki skýra hreyfinguna. „Við vitum það ekki enn, og ég er enn frekar forviða,“ segir Bartholomaus.

Vísindin kenna að engin hreyfing sé án orsaka. Jöklamýsnar, verandi steinar, ættu ekki að hreyfast. En hreyfast engu að síður.

Jöklamýsnar minna á að lögmálið um að allar afleiðingar eigi sér orsök er ósannað. Til dæmis er engin örsök fyrir því að þetta blogg er um mosavaxna steina en ekki forsetakosningar lýðveldisins. Nema að steinaríkið sé skemmtilegra en mannlífið. Kannski að jöklamúsum leiðist.


mbl.is Skrýtnar hreyfingar jöklamúsa vekja furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband