Mánudagur, 18. maí 2020
Trúarmenning múslíma og nútíminn
Vestræn mannréttindi eru ósamrýmanleg karlaveldi múslíma. Í trúarmenningu múslíma er konan á forræði karlmanns: föður, bróður og eiginmanns.
Múslíminn og fræðimaðurinn Hamed Abdel-Samad segir vanda múslíma þann að vestræn upplýsing á nýöld fór framhjá þeim og því kemur samskiptatæki nútímans af tvöföldu afli inn í trúarmenningu þeirra.
,,Heiðursmorð" er birtingarmynd múslímsks karlaveldis. Þeir sem annars þykjast uppteknir af mannréttindum á vesturlöndum, frjálslyndir vinstrimenn og femínistar, sjá í gegnum fingur sér við múslímska karlaveldið. Það er aftur vestrænn menningarsjúkdómur.
Drepnar eftir birtingu á samfélagsmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Konan er svo sannarlega á forræði karlmanns í Gyðingdómi ef dæma má af Mósebókunum. Og í kristni líka ef til dæmis er litið til Páls postula.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.5.2020 kl. 09:55
Islam þýðir alger undirgefni undir vilja Allah. Allir verða að hlýða boðskap Kóransins út í ystu æsar, jafnvel á salerninu.
Þessari undirgefni er víða fylgt svo fast eftir meðal múslima, að lífið liggur við ef út af er brotið. Hefur þessi hörkustefna farið vaxandi undanfarið.
Slíkt þekkist jafnvel ekki meðal ofstækisfyllstu sértrúarhópa kristinna manna. Ég þekki ekki til gyðinga, en mér þykir ósennilegt að þeir taki menn af lífi fyrir að brjóta Móselög.
Hörður Þormar, 18.5.2020 kl. 10:56
Kenningarnar eru sambærilegar. Munurinn liggur því ekki í þeim, heldur í því hvort þeim er fylgt út í ystu æsar. Í mörgum ríkjum múslima er það alls ekki gert.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.5.2020 kl. 11:01
"Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana."
Þetta er þá Krisni.
Verðum við að taka mark á Jesú?
Egilsstaðir, 18.05.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.5.2020 kl. 15:17
Satt er það, margt er sameiginlegt með þessum trúarbrögðum, enda er margt í Islam tekið upp úr gyðinglegum og kristnum ritum.
Grátbroslegt dæmi um það er sú trú múslíma að láti þeir líf sitt fyrir Islam þá fái þeir að njóta 72 hreinna meyja í Paradís.
Það hefur nefnilega verið bent á að þetta trúaratriði er þýðing úr fornum kristnum ritum. Því miður mun þýðingin hafa verið röng, í frumtextanum stóð nefnilega "rúsínur", en ekki "hreinar meyjar" 72 virgins… or raisins? Irshad has a surprise for Muslim “martyrs”!
Hörður Þormar, 18.5.2020 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.