Skoðanir og ríkisfé

Stór hluti fjölmiðla er skoðanir og álit. Eyjan er slíkur miðill, Kjarninn að stórum hluta, Stundin sömuleiðis og Hringbraut alfarið sem og Kvennablaðið. Bloggið sem þú ert að lesa er skoðun.

Sigurjón M. Egilsson rekur skoðanamiðil, Miðjuna. Hann vill fá ríkisfé til að borga undir sínar skoðanir. Hann er ekki einn um þessa skoðun (já, skoðun). Ritstjórar Kjarnans eru duglegir að minna á að skoðanafabrikkur eigi skilið niðurgreiðslu frá ríkinu af kostnaði sem hlýst af mér-finnst-útgáfu.

Ef ríkið tekur upp á því að borga mönnum að hafa skoðanir mun framboðið stóraukast. En nú þegar eru fleiri skoðanir um allt milli himins og jarðar en nokkur kemst yfir að kynna sér með góðu móti. Verður ríkið ekki líka að borga fólki að kynna sér skoðanir, sem niðurgreiddar eru með almannafé?

Auðvitað er einfaldleikinn bestur. Menn geta haft skoðun, en fyrir eigin reikning, ekki annarra. Allra síst eiga menn að fá borgað af almannafé fyrir skoðanir sínar. Ríkisforsjá í skoðanamyndun er ekki samboðin samfélagi sem kennir sig við lýðræði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ríkið ætti að gera allt til að þess að RÚV-NETMIÐILL

kæm upp sínu eigin BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI

sem að væri alegerlega HLUTLAUST  og í almannaeigu.

Jón Þórhallsson, 11.5.2020 kl. 15:52

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það vantar sjálfsstæða fjölmiðla, sjálfsstæðan utanríkis og bara almennt sjálfsstæði, að hætti listamanna sem mála ekki myndir eftir númerum. Sjálfsstæðir taka ekki sígarettu burt sem er á gamalli mynd vegna "kvartana" smáborgara. 

Auðvitað þarf sterk pönkarabein, minna snobb og haltu kjafti viðhorf gegn "freelance" einræðisherrum sem hringsóla um jörðina sína og hafa tekið flest það sem var einhvers virði - í sína þjónustu.

Auðvitað er erfitt að verða ekki að geltandi Snata fyrir hrægammakapítalista í gervi messíasar sem nota Sameinuðu þjóðirnar sínar, fjölmiðlana sína, búrókratana sína og listamennina sína sem sverð og skjöld, ásamt ríkisstjórnum sínum og forseta  bandaríkjanna sem var þeirra maður. Úpps, babb í bátinn. Rangur Trump var kosinn. Sættu menn sig við lýðræðið. Nei, reynt var að koma Trump úr embætti með lognum ásökunum um allskonar glæpi. Obama kemur við sögu. Talað er um Obamagate. En eins og alltaf munu fjölmiðlar á Íslandi ekki sjá neitt sem kemur öðrum en Trump illa, ekki frekar en listamenn og rithöfundar sem áður hugsuðu sjálfir. 

Benedikt Halldórsson, 12.5.2020 kl. 07:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég gaf út blað sem innihélt tugmilljónir prentaðra blaðsíðna sem var dreift í íbúðir fólks um landsbyggðina.

www.samurfostri.is

Ekki fékk ég eyri í styrki heldur greiddi allan kostnað með auglýsingum. Skulda engum neitt vegna útgáfunnar.

Af hverju hefði ég átt að fá ríkisfé í hugmyndir mínar og skoðanir? Af hverju á Grjóni og bróðir hans Egilssynir að fá borgað fyrir að fá hugmyndir og hafa skoðanir sem eru ekkert endilega gáfulegri en mínar voru.

Er það af því að þeir eru með rétta kommúnistastefnu í öllum málum en ég ekki? 

Þvílíkt bull eru þessar hugmyndir Lilju Alfreðs að fara að borga kommúnistum fyrir að skrifa skít um menn og málefni? Af hverju geta þeir ekki bara borgað sjálfir eins og ég gerði?

Halldór Jónsson, 12.5.2020 kl. 20:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru einhverjir sem vorkenna þeim svona mikið?

Er skíturinn sem þeir framleiða og rógurinn svona mikils virði þjóðhagslega að þeir rægðu eigi að borga þeim fyrir greiðann sérstaklega með skattfé sínu?

Af hverju á Bjarni Benediktsson að borga þeim sérstaklega sjálfur fyrir óþverran og lygarnar sem Gunnar Smári framleiðir um hann daglega?

Halldór Jónsson, 12.5.2020 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband