Mánudagur, 11. maí 2020
Svívirðilegur heimur alþjóðahyggjunnar og lífskjörin
Ragnar Þór formaður VR skrifar um stöðu Icelandair á alþjóðlegum flugmarkaði:
Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt.
Nokkuð snúið að fara leið Ragnars Þórs nema að stórkostlega gjaldfella lífskjör á Íslandi. Ferðamenna koma helst til Íslands með lággjaldaflugfélögum sem formaður VR vill loka á.
Verði eins og hjá svívirðilegustu félögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk sem tekur sér flugfar til Íslands á laggjaldaflugfélögum, mun aldrei eyða fé á Íslandi.
Ég er enginn ríkisbubbi, þannig að egar ég fer í ferðalag hef ég með mér "núdlasúpu", sem ég hita upp. Bý í bílnum mínum, þegar færi gefst ... eða gisti annars í tjaldinu mínu.
Að halda það, að við þessir "nísku" komum til með að eyða stórfé til að kaupa Íslenskar lopapeysur ... er alger frásinna. Ég kaupi "kanski" segul á tíkall til að setja á ískápinn minn, með mynd af Reykjavík á ... "kanski".
Fyrir 2008, gortuðu Íslendingar sér af því að "vita allt betur en allir aðrir í heiminum, og allir voru bara öfundsjúkir". Eftir 2008, virðast Íslendingar hafa breizt í latmaska, sem finnst þægilegt að sitja heima og láta "útlendingin" koma með peningana til sín. Ef ekki, þá selja fiski réttindin til Kína ...
"Snabba pengar"
Örn Einar Hansen, 11.5.2020 kl. 14:08
Er ekki umhugsunarvert að flugferðlög landans til útlanda með lággjaldaflugfélögum eru orðin ódýrari en skreppitúr til Ísafjarðar/Akureyrar/Egilsstaða? Svo ekki sé nú talað um verðlagið á áfangastað?
Auðvitað má telja þennan valkost til lífsgæða,þe. að fá mikið fyrir lítið. Eitthvað þarf samt að lagfæra verðlag hér innanlands til samræmis við umheiminn ef við viljum teljast "alþjóðleg".
Kolbrún Hilmars, 11.5.2020 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.