Sunnudagur, 10. maí 2020
Einstaklingsfrelsi hættulegt samfélaginu
,,Meirihluti nýrra tilfella eru rakin til 29 ára karlmanns sem fór út að skemmta sér í Itaewon-hverfi borgarinnar, sem er þekkt fyrir öflugt næturlíf. 1.510 manns voru á sömu stöðum og maðurinn og heilbrigðisyfirvöld vinna nú að því að hafa samband við fólkið."
Tilvitnunin hér að ofan er um einstakling í Suður-Kóreu en gæti verið frá Bretlandi, Frakklandi, Noregi eða Íslandi. Einn getur smitað marga. Eins og barþjónninn í Ölpunum sem smitaði flugvélafarma af íslensku skíðafólki.
En svarið er já, við munum fá aftur svona faraldur. Alveg klárlega. Hvenær það verður veit ég ekki og hvort það verður heimsfaraldur inflúensu, önnur tegund af kórónuveiru eða alveg ný veira, það veit ég ekki. Þetta er ekkert búið, þetta kemur aftur. Það eina sem við vitum er að heimsfaraldur inflúensu kemur á 30-40 ára fresti, og svo aðrar veirur líka. Þess vegna þurfum við alltaf að vera í startholunum og tilbúin að eiga við þetta
Seinni tilvitnunin er í Þórólf sóttvarnarlækni.
Við höfum gengið að einstaklingsfrelsi sem vísu. Einstaklingurinn á sig sjálfur og má gera hvað honum sýnist, svo lengi sem hann skerðir ekki frelsi annarra.
En ef einn einstaklingur er þess umkominn að valda farsótt sem leiðir til dauða annarra og ríður heilbrigðiskerfi á slig er ekki spurning hvort heldur hve mikið þarf að skerða einstaklingsfrelsið.
Skrítnir tímar sem við lifum.
Óttast aðra bylgju faraldursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sé markmiðið að koma í veg fyrir að fólk geti smitað hvert annað af sjúkdómum er lausnin að allir séu ávallt í stofufangelsi. Þá verða lýðheilsufræðingarnir ánægðir.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2020 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.