Varð bylting á Íslandi? Ef ekki, þá engin ný stjórnarskrá

Ríki gera sér nýjar stjórnarskrár eftir byltingu eða eru knúin til þess eftir tap í stríði. Eftir byltingar í Bandaríkjunum og Frakklandi á 18. öld tók bæði ríkin upp nýja stjórnarskrá. Þjóðverjar töpuðu tveim stríðum á síðustu öld, ný stjórnarskrá í bæði skiptin.

Varð bylting á Íslandi? Tapaði Ísland stríði? Nei, og þess vegna engin ný stjórnarskrá.

Vinstrimenn, raunar, telja sumir hverjir að bylting hafi orðið hér veturinn 2008 til 2009 og kenna við búsáhöld. En það voru óeirðir sem stofnað var til af pólitískum öflum.

Óeirðir og bylting er sitthvað. Það vita allir, nema kannski fáeinir vinstrimenn.


mbl.is Einbeitum okkur að aðalatriðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband