Lífskjör þjóðarinnar eru í uppnámi, Ragnar Þór, ekki samningar

Við verðum að vinna meira fyrir minni pening. Þau skilaboð koma ekki frá atvinnurekendum eða ríkisstjórn heldur farsóttinni.

Atvinnulífið er í kaldakoli. Ekki bara á Íslandi, heldur heimsbyggðinni allri.

Krakkarnir í fílabeinsturni verkó, Ragnar Þór, Drífa og Sólveig Anna, skilja ekki að góðærið er farið. Hallæri blasir við.

Hallærið mun vinsa út bjána frá fullorðnum. Verkó er illa mönnuð af fullorðnum.


mbl.is Lífskjarasamningur í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þau vilja bann við 40 ára verðtryggingu jafngreiðslulána.

Af hverju? 

Það er hægt að greiða lánin niður.

Ég þekki fólk sem keypti sína fyrstu íbúð með slíku láni. Í nokkur ár hefur fólkið greitt lánið niður mánaðarlega. Nú, nokkru  árum seinna er eignarhluturinn virkilega góður.  Á veirutímum kemur sér vel að hafa sýnt fyrirhyggju. 

Það á að gera ráð fyrir að kaupendur fasteignar sé fullorðið fólk sem er ábyrgt gerða sinna,  sem vill frekar leigja peninga en búa við óöryggi leigumarkaðar - ef það vill. 

Benedikt Halldórsson, 17.4.2020 kl. 13:50

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ef 40 ára lánin eru bönnuð hverfur engin vandi - hókus pókus. Fólk sem eyður um efni fram verður áfram í vondum málum.  Bönn breyta ekki óreiðufólki til hins betra. Sumir eru með kaupæði og mega ekkert fallegt sjá án þess að kaupa það á raðgreiðslum. Sumir drekka áfengi fyrir tugi þúsunda á mánuði...

Vantar kannski úræði fyrir svoleiðis fólk. Nei, ég held bara ekki. 

Benedikt Halldórsson, 17.4.2020 kl. 14:00

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það liggur við að hægt sé að kalla ummæli forystufólks verkalýðsins ósvífni, þegar svona árar. Næstu mánuði munu engir samningar halda. Ekki nokkrir. Orsökin er af þeirri stærðargráðu að aldrei fyrr hefur annað eins knúið dyra. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.4.2020 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband