Þriðjudagur, 14. apríl 2020
Verðhjöðnun á húsnæði, veiði og innanlandsferðum
Verðlækkun verður á vörum og þjónustu sem að hluta eða öllu leyti var falboðin erlendum ferðamönnum fyrir kórónuveiruna.
Húsnæði lækkar í verði, bæði til íbúðar og atvinnu. Veiðileyfi i stangveiði lækkar, samanber meðfylgjandi frétt, sem og gisting og önnur ferðaþjónusta innanlands.
Erlendir ferðamenn koma í sumar en þeir verða ekki nógu margir til að standa undir verðlagi síðustu ára.
Lægra gengi krónunnar veldur tímabundnum verbólguþrýstingi á innfluttar vörur en verðhjöðnun kemur á móti.
Hagkerfið aðlagar sig hægt en örugglega næstu misserin að breyttum veruleika. Þetta getum við með krónuna sem bakhjarl.
Bjóða 50% afslátt af veiðileyfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki lækka launin, svo varla er svigrúm til lækkunnar hjá hinni sígrátandi ferðaþjónustu. Það verður heimtað af ríkinu að það pungi út því sem uppá vantar.
Menn geta með góðri samvisku lokað því nánast enginn mun ferðast hingað næsta árið að minnsta kosti. Það er búið að hræða lífið úr fólki og þar með allri ferðaþjónustu. Enn og aftur er þjóðin með öll eggin í sömu körfunni, svo það er ekki til neins að vera í afneitun á hrun, jafnvel þótt all yrði opnað á morgun.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2020 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.