Lækkum skatt og allir verða listamenn

Ef við lækkum skatta getur fólk sinnt brauðstritinu fyrir hádegi og lifað listamannalífi eftir hádegi.

En þá verður eitthvað minna að gera hjá Ágústi Ólafi þingmanni sem sérhæfir sig í að gefa fé annarra.

Gjafmildi á almannafé er dygðasport vinstrimanna.


mbl.is Leggur til tíföld listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það ætti heldur að leggja listamannalaun af. Þeim er deilt til sömu innvígðu persónanna, ár eftir ár og þess hluta hinnar afstæðu listamannaelitu, sem lifir ágætlega af list sinni. Elítu sem metur sjálf innan sinnar klíku hver hefur listamannagen og hver ekki. Hinir sem ekki hafa notið náðar geta étið það sem úti frýs.

Það er ekkert sem segir að menn geti ekki tekið þátt í almennu atvinnulífi ef þeim tekst ekki að lifa af listinni einni. Allavega neyddust menn áður til að stökkva á sjóinn eða í eyrarvinnu ef listagyðjan sveik.

Það er annars rétt hjá þér Páll að það getur hver sem er titlað sig listamann og ekki hægt að andmæla því vegna afstæðni hugtaksins. Í listageiranum í dag er afstæðnishyggjan ríkjandi og ótrúlegt hvaða klastur og fíflagangur er kallað list. 

Listin ætti allavega að hluta að lúta markaðslögmalum. "List" sem enginn hefur áhuga á er "list" sem ekkert auðgar og nánast enginn nýtur. Hún má hverfa, eins og hún gerir yfirleytt með tíð og tíma. 

Ef reikna á styrki samkvæmt prósentum í atvinnuleysi, þá ætti það að ná yfir allt atvinnulífið ef jafnræði og sanngirni ætti að fylgja. Hugtök sem mig minnir endilega að séu bundin í stjórnarskrá.

Atkvæðakaupa og lýðskrumsstofnun vinstrimanna tekur aldrei fram að gjafaféð þarf að taka einhverstaðar, því það vex ekki á trjám. Ekki þarf að taka fram hvernig og og frá hverjum það er hirt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2020 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband