Laugardagur, 11. apríl 2020
Fjöldatúrismi er búinn að vera
Ferðaþjónustan á Íslandi mun ekki njóta ódýrra fargjalda sem skila hingað milljónum ferðamanna ár hvert. Ferðahömlur vegna kórónuveirunnar verða í gildi um allan heim næstu misserin. Flugfargjöld verða dýrari og færri farþegar á hvern áfangastað.
Fjöldatúrismi nær sér ekki á strik í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðstafanir sem gerðar eru hér heima breyta litlu þar um.
Fólk heldur áfram að ferðast en þeir verða nokkru færri sem leggja land undir fót.
Þúsundum verður lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
rétt athugað.
Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 11:01
Þá þarf fólk að fá sér hærra launaða vinnu.
Og allt þetta RBB þarf að hætta að tæla til sín sjálfboðaliða frá útlöndum.
Allt er hræðilegt, ekki satt?
Ég giska á að þetta vrði búið að jafna sig að mestu eftir 2 ár.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2020 kl. 13:06
Ég held að stærsti þáttur þessa samdráttar verði vegna þess að fólk verður hikandi við að ferðast a.m.k. næsta árið, eða jafnvel þar til bóluefni finnst eða hættan sé að fullu liðin hjá. Ég er ekki að fara að skottast á Ítalíu eða Spán á næstunni allavega.
Fargjöldin munu lækka í einhverju samræmi við eftirspurn. Við borgararnir borgum svo það sem útaf stendur.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2020 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.