Mánudagur, 30. mars 2020
Endalok frjálslyndrar fjölmenningar
Til að verja íbúa sína fyrir kórónuveirunni loka ríki landamærum. Opin landamæri, hvað þá engin landamæri, eru bannorð. Frjálslynd fjölmenning byggði á þeirri forsendu að sérhver einstaklingur ætti þau mannréttindi að búa hvar hann vildi. Sú hugmynd er komin á ruslahaug sögunnar.
Þjóðverjar líta til stjórnlyndra ríkja eins og Suður-Kóreu, Japan, Hong Kong og Singapúr í leit að fyrirmynd til að berjast gegn farsóttinni.
Nágrannaríki Þýskalands, Ítalía og Spánn, eru aftur fordæmi til að varast.
Asíuríkin sem þykja fyrirmynd eru einsleitari en Evrópuríkin. Fjölmenning er þeim framandi hugtak. Það gefur auga leið að farsóttarvarnir eru einfaldari og árangursríkari í einsleitum þjóðríkjum.
Ísland er þar skínandi gott dæmi.
Ströng skilyrði fyrir inngöngu í Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Án landamæra hrynur velferð, samstaða og traust. Þjóðir sem "dekra" við þegna sína uppskera ríkulega á tímum sem þessum. Fólk hjálpast að. Það er er ekki bara að færri deyja, heldur gefur umhyggjan fólki endurnýjaðan tilgang með lífinu. Nú er sami andi og í Vestmanneyjagosinu. Á mínu heimili fékk fólk úr Eyjum skjól. Þau áttu bíl sem kom seinna. Ég var beðinn um að láta skipta um dekk. Sá sem rak dekkjaverkstæðið í Vesturbænum gaf "mér" fjögur ný dekk undir bílinn vegna þess að hann var á V-númerum.
Krafan er ekki bara að landamæri heimsins eigi að vera galopinn, núna, heldur er þess líka krafist að þjóðríkin hverfi, seinna. Þegar það eru "mannréttindi" að fá fullan aðgang að "velferð" þjóða sem gera vel við sína þegna, verður eftirsóknin slík að eymdarvísitala verður á endanum sú sama allstaðar í heiminum með tilheyrandi sinnuleysi.
Benedikt Halldórsson, 30.3.2020 kl. 09:59
Nú heyrist ekkert í No Borders liðinu og er það vel.
Sigurður I B Guðmundsson, 30.3.2020 kl. 10:30
Er ekki sjálfgefið að vesturlandabúar sækist ekki eftir búsetu í asíu eða miðausturlöndum, hvað þá sovétríkjunum? Ekki er þorri manna að sækjast eftir kæfandi mannmergð, þróunarlandasælu eða lélegum kjörum, er það?
Kannski hægir á innflytjendastraumnum hingað þegar allt er farið á hausinn og lífið orðið þurftarbúskapur í anda sautjándualdar. Held að þetta sé varla spurning um hugsjónir. Fjölmenningarsinnar missa einfaldlega tilganginn í lífinu og lyklaborðsaktívisminn deyr drottni sínum.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2020 kl. 10:52
Það er falleg hugsjón að hver einstaklingur megi búa þar sem hann kýs. En sá þarf þá að leggja sitt af mörkum til þess samfélags sem viðkomandi kýs. Ekki aðeins þiggja. Velferðarkerfin kosta sitt.
Kolbrún Hilmars, 30.3.2020 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.