Mánudagur, 23. mars 2020
Ísland áfram hundur í bandi Noregs í EES
Á heimasíðu norska stjórnarráðsins má lesa að Noregur og Ísland hafi sent tillögur til Evrópusambandsins um að beygja sig undir reglur ESB í loftslagsmálum.
Áfram á Ísland að vera sóðaríki með sölu á mengunarkvótum og svo á að leggja meiri álögur á almenning og fyrirtæki til fjármagna dómsdagsrugl eins og þetta:
1,5 gráðu skýrslan frá loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna sýnir að brýnt sé að halda heiminum eins og hann er í dag.
(1,5 gradersrapporten fra FNs klimapanel viser at det haster for å beholde verden slik den er i dag.)
,,Halda heiminum eins og hann er í dag"??? Hvað með að gera heiminn hlýrri og betri að búa í, eins og hann var þegar Ísland byggðist frá Noregi? Þá var meðalhitinn 2-3 gráðum hærri en í dag. Mannshöndin kom hvergi nærri.
Landnámsmenn, góðu heilli, skildu dómgreindarlausu fíflin eftir heima. Þar ríkir heiðblá heimska um að mannkindin geti hækkað og lækkað hitastig jarðarinnar eftir hentugleikum. Hvenær ætla Norðmenn að hundskast til að stöðva eldgos og jarðskjálfta?
Hve lengi á Ísland að vera hundur í bandi Noregs?
Athugasemdir
Hvað með tuttuguþúsund tonnin af CO2 sem stíga hvern dag upp úr eldgíg Kötlu sem hefur ekki gosið í 100 ár? Hver ætlar að borga kolefnisgjöld fyrir hana?
Hún blæs út jafnmiklu og allir Íslendingar. Og hún er bara eitt eldfjall af mörgum.
Halldór Jónsson, 23.3.2020 kl. 18:03
Halldór, góðum spurningum er aldrei svarað nema með helvítispredikunum um komandi helvíti.
Benedikt Halldórsson, 23.3.2020 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.