Fimmtudagur, 12. mars 2020
Gulli utanríkis fattar landafræði
Ísland lenti á bannlista Bandaríkjanna þar sem við erum í Schengen-samstarfi ESB. Gulli utanríkis þykist voða lítið vita um af hverju við erum í Schengen. Í frétt mbl.is segir
Í samtali við mbl.is segir Guðlaugur að þar hafi hann mótmælt ákvörðuninni harðlega og farið fram á að fundin yrði lausn fyrir Ísland sem byggðist annars vegar á landfræðilegri legu okkar og hins vegar á þeim ákveðnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til vegna veirunnar.
Landfræðileg lega okkar, Gulli minn, ætti að útiloka að værum í Schengen-samstarfi Evrópusambandsins. Við eigum ekki heldur heima í EES-samstarfinu af sömu ástæðu.
Ísland er eyja á Norður-Atlantshafi, ekki sker við strönd meginlands Evrópu.
Núna þegar Gulli þykist skilja landafræði: er einhver von til þess að nýfengnum skilningi sjái stað í pólitík utanríkisráðherra? Eða er það kannski til of mikils mælst?
Hefur óskað eftir símafundi með Pompeo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landfræðileg lega lands okkar er ekkert ný og ætti ekki að vera notuð ýmist sem framlag til Evrusamabands í þvinguðum pólitískum tilgangi sem er megn andstaða um hér á landi.Eða hringja og betla vina stórþjóð sem merkikerti Sossa hafa reynt að gera lítið úr.- Hræringurinn í pólitík vinnur skemmdarverk.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 16:58
Góður punktur hjá þér Páll. Óskandi að gullutanríks hefði áttað sig á þessu örlítið fyrr. Schengen er fyrir samtengd lönd Evrópu. Uppsögn aðildar okkar að Schengen ætti að vera í algerum forgangi hjá valdhöfum þessi dægrin. Algjörum!
Veröld án landamæra var hugarsmíð nasista. Nú kemur draumsýnin inn um útidyrahurðina á öllum heimilum og drepur þessa dellu vonandi endanlega.
Landamæri eru nauðsyn, alveg eins og hurðin að heimilum allra jarðarbúa. Án þeirrar hurðar verður allt að engu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2020 kl. 22:55
Já, mér er raun að því að hlusta á hann Gulla minn, sem ég hafði ungan alið, þjóna undir Evrópudelluna í Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum ekki Þorgerði Katrínu til baka þó fögur sé og flagðlega mælt. Núverandi trúfastar kellingar okkar eru meira en nóg. Ég er víst gamaldags íhaldskallremba sem þó kikna í hnjáliðunum frammmi fyrir flestum fremstu íhaldskonunum. En þær mega ekki halda framhjá okkur hreinsveinum íhaldsins. NEVER
Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 23:01
Já og braó nafni minn að sunnan, ég held að sótthreinsunin hjá þér takist með ágætum vel eins og mér. Ég held að helvtitis vírusinn sé ekki alinn upp við gott viskí eða alminnilegt brennivín.
Halldór Jónsson, 12.3.2020 kl. 23:05
Það er Jameson hérna megin, nafni. Vekið mig með vorinu og pantið pláss á Vogi, ef einhver verður ennþá lifandi þar til að láta renna af gömlum Sjálfstæðismanni. ;-)
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2020 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.