Mánudagur, 9. mars 2020
Logi: þjóðfélagssátt er pólitísk stöðnun
Logi formaður Samfylkingar segir sáttastjórn Katrínar Jakobsdóttur pólitíska stöðnun.
Hvernig getur sátt verið stöðnun?
Jú, þegar friður er í samfélaginu þá þýðir það stöðnun í huga þeirra sem þrífast á ófriði.
Við kynntumst samfélagsófriði vinstrimanna alltof vel á tíma Jóhönnustjórnarinnar 2009-2014. Höfuðborginni var att gegn landsbyggð og einni starfsstétt gegn annarri. Undir slagorðinu ,,Ónýta Ísland" var okkur kennt að Íslendingar væru heimsins mestu fáráðlingar til hugar og handa.
Jóhönnustjórninni tókst ekki að ganga af Íslandi dauðu. Meiri seigla reyndist í þjóðinni en vinstrimenn ætluðu.
Loga dreymir um að kveikja nýtt ófriðarbál Samfylkingar og vinstrimanna. Þjóðinni er betur borgið með sátt en óeirðum vinstriflokka.
Athugasemdir
Talandi um hamfarir af mannavöldum.
Eflingarmarxismi er einskonar fíkn. Njallinn og trúarstemningin á sósíalískum fundum er eins og gott fyllerí, en er ekki lausn á vandamálum, hvorki á Íslandi né annarsstaðar. Auðvitað þurfa sósíalistar að gera sér glaðan dag, 1. maí, fyrir kosningar og jafnvel oftar, en svo kemur alltaf mánudagur og marxíska víman rennur af langflestum.
Forfallnar marxistar lofa alltaf bót og betrun sem aldrei gengur eftir, en það er alltaf öðrum að kenna þegar marxisminn klikkar - alltaf.
Logi er að reyna að búa til sósíalíska stemningu á mánudegi með "herskáu" tali. Það er misheppnað og hreyfir ekki við neinum. Þrasgjarnir íslendingar eru alls ekki herskáir, hvorki til hægri né vinstri, heldur sáttfúsir málamiðlarar þegar á reynir, í eldgosum og alvöru vanda. Logi hefur álíka mikil áhrif og óáfengur pilsner.
Benedikt Halldórsson, 9.3.2020 kl. 12:56
Hann á að reyna að fá táfýluflokkinn með sér í ófriðinn
Halldór Jónsson, 9.3.2020 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.