Alþjóðahagkerfið hikstar, hrynur ekki í bili

Kórónuveiran lamar framleiðslu víða um lönd og fækkar flugfarþegum og veldur samdrætti í hagvexti. Hrun á hlutabréfamörkuðum er ekki stöðvað með hefðbundnum hætti eins og nýleg vaxtalækkun bandaríska seðlainkans leiddi í ljós.

Hagkerfi stórvelda sem smáríkja mun láta á sjá. Það verður minna til skiptanna og í framhaldi samfélagsórói þegar almenningur lætur óánægju sína í ljós. Fitulag eins og sjálfspíningin með loftslagsruglið verður skorið burt.

Að því gefnu að veiran hagi sér eins og flensufaraldur og fjari út með vorinu mun alþjóðahagkerfið jafna sig á næstu tveim árum aða svo.

Aftur eru líkur á að kórónuveiran munu breyta pólitík til lengri tíma. Alþjóðahyggjan, sem fyrir stóð illa, verður urðuð. Farið hefur fé betra. 


mbl.is Flybe hættir rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2020 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband