Forysta Eflingar er vandamálið, ekki launin

Félagsmönnum Eflingar býðst sama hækkun launa og samið var um á almenna vinnumarkaðnum með lífskjarasamningum. En sósíalísk forysta Eflingar vill óeirðir og upplausn en ekki samninga. Út á það gengur sósíalisminn.

Sósíalistarnir nota þau rök sem hendi eru næst til að skapa úlfúð. Þeir segja að ófaglærðir starfsmenn leikskóla séu að stærstum hluta konur. Jafnréttismál sé að laun þeirra hækki. En, óvart, þá eru fagmenntaðir leik- og grunnskólakennarar 90 prósent konur. Er líklegt að þær konur sætti sig við að fá sömu laun og ófaglærðar konur? Ó, nei.

Ísland er eitt mesta jafnlaunaland í heimi, samkvæmt alþjóðlegum samanburði. Það verður ekki gengið lengra í að jafna laun nema almenningur fylki sér á bakvið ein laun fyrir öll störf - ríkislaun. 

En það er bara enginn áhugi fyrir ríkislaunum. Allir vita þetta. Nema forysta Eflingar.


mbl.is Undanþágur dragi úr krafti verkfallsvopnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Þannig að þú ert bara ánægður með að þessar helvítis láglaunakerlingar séu áfram á sultarlaunum og að heimskuleg barátta þeirra fyrir nokkrum þúsundum meira geti riðið hagkerfinu að fullu?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 3.3.2020 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband