Fimmtudagur, 20. febrúar 2020
RÚV í Grétulandi
RÚV segir frá vaxandi fjölda sem efast um manngert veðurfar. Fyrirsögn er eins hlutdræg og verða má: ,,Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum".
Virtir vísindamenn trúa ekki á manngert veðurfar. Sumir þeirra, eins og Judith Curry og Roy Spencer, halda útí heimasíðum þar sem fjallað er um loftslagsbreytingar á yfirvegaðan hátt.
Aðrir, eins og Richard Lindzen og John Christy, tala á fundum og ráðstefnum sem endurbirtir eru á youtube.
Fyrir skömmu skrifuðu 700 vísindamenn og sérfræðingar undir skjal þar sem áróðri um manngert veður og loftslagsvá er mótmælt.
Höfundur fréttarinnar á RÚV, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, segir virta loftslagsvísindamenn ,,afneita loftslagsvísindum" þegar þeir stunda vísindi sín í stað þess að krjúpa á kné fyrir Grétu Thunberg. Er Sigríður Dögg í aukavinnu hjá Vinstri grænum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.