Þriðjudagur, 11. febrúar 2020
Reynir, Arnþrúður og mannslífin
Almenn dómavenjan undanfarin ár er að gildisorðræða, þ.e. hvað einhverjum finnst um einhvern annan, skuli njóta friðhelgi tjáningarfrelsis en staðhæfingar um saknæman verknað, s.s. ásökun um þjófnað eða nauðgun, sæta refsingu.
Arnþrúður var dæmd fyrir að segja að Reynir hafi ,,mörg mannslíf á samviskunni" og ,,fjölskylduhamingju á á samviskunni."
Tvöföld merking er í orðalaginu að hafa ,,mannslíf á samviskunni". Í fyrsta lagi að drepa einhvern og í öðru lagi að vera valdur að því að einhver taki eigið líf.
Í fyrra tilvikinu er saknæmur verknaður, manndráp, en sjálfsmorð er ekki saknæmt. Ekki er það heldur saknæmt að vera svo leiðinlegur að einhver tapi lífshamingjunni eða hreinlega stúti sjálfum sér.
Dómarinn sem skrifaði dóminn virðist telja orðalag eins og ,,drepleiðinlegur" staðhæfingu um glæp. Dómari sem leggur slíkan skilning í tungumálið er illa læs á íslensku.
Arnþrúður dæmd til að greiða miskabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.