Sunnudagur, 2. febrúar 2020
Dauðavírus, landamæri og alþjóðavæðing
Kína ber ábyrgð á kórónavírus sem berst á milli manna og drepur einn og annan. Kína stóð ekki undir ábyrgðinni, hefti ekki útbreiðsluna með einangrun og öðrum aðgerðum.
Þjóðríki draga landamæri til að verja líf, limi og velferð þegna sinna. Alþjóðavæðing síðustu áratuga gaf þeirri hugsun undir fótinn að landamæri væru óþörf. Fólk mætti gera sig heimkomið hvar það vildi og heimta þjónustu og aðbúnað.
Kínverski dauðavírusinn vekur til meðvitundar gildi landamæra annars vegar og hins vegar ókosti óheftrar alþjóðavæðingar.
Ráðstöfun Bandaríkjanna óvingjarnleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjúkdómar berast milli landa með ferðalögum. Ekki með "alþjóðavæðingu". Tilvist landamæra hindrar ekki ferðalög. Fólk ferðast nefnilega yfir landamæri þótt þessum pistlahöfundi kunni að vera ókunnugt um það, eins og ýmislegt fleira.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2020 kl. 12:30
Enn og aftur yfirburða þekking Þorsteins!! --Þú ættir að lesa fréttina sem þessi pistill snýst um.Kínverjar ættu að skammast sín fyrir að tilkynna ekki strax frá þessari alvarlegu veiru og gera allt til að hefta útbreiðsluna,raunar hefur yfirmaður bæjarins viðurkennt mistök sin.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2020 kl. 15:10
Ég tala ekkert um Kínverja í þessari athugasemd. Lesa fyrst, bulla svo!
Þorsteinn Siglaugsson, 2.2.2020 kl. 20:00
Bulla fyrst, láta svo segja sér að pistillinn fjallar um kínverska dauðavírusinn;
Vekur upp gildi landamæra og ókosti óheftrar alþjóðavæðingar.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2020 kl. 21:40
Heldur þú að landamæri hindri það að fólk ferðist mill landa? Skilur þú ekki muninn á alþjóðavæðingu og ferðalögum? Bersýnilega ekki. Enda ekki við því að búast.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.2.2020 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.