Miðvikudagur, 22. janúar 2020
Atvinnuleysi: Íslendingar og útlendingar
Atvinnuleysi meðal háskólamanna hefur um langa hríð verið meira en almennt gengur og gerist. Formaður BHM hvatti til aðgerða í þágu atvinnulausra háskólamanna fyrir tveim árum.
Almennt atvinnuleysi jókst á síðasta ári í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu.
Háskólamenn eru yfirgnæfandi Íslendingar. Í ferðaþjónustu og byggingariðnaði eru útlendingar stórt hlutfall starfsmanna, sem ýmist eru búsettir hér á landi eða farandverkafólk.
Ríkið getur illa farið út í atvinnusköpun í stórum stíl. Það er ekki hlutverk ríkisins að búa til störf, atvinnulífið á að sjá um það. Enn síður er það hlutverk ríkisins að sjá farandverkafólki fyrir atvinnu.
Bíða og sjá hvernig atvinnuleysi þróast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.