Bjartur er þriðji Íslendingurinn

Ef sögu Íslendinga yrði skipt í þrjá hluta og fundinn einstaklingur fyrir hvert tímabil yrði Bjartur í Sumarhúsum þriðji Íslendingurinn. Bjartur í höndum Halldórs Laxness er ólseigur, fátækur að efnum en ríkur í anda; umfram allt með ódrepandi sjálfstæðisvilja.

Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn, er fulltrúi miðtímabilsins. Braust fátækur til frama, hempuklæddur stríðsmaður, sannfærður um rétta trú, gat dóttur sem hefndi hans eftir niðurlægjandi aftöku án dóms og laga 7. nóvember 1550.

Fyrsti Íslendingurinn er Snorri Sturluson. Fæddur af höfðingja, alinn upp af öðrum, heimsborgari með margar konur í takinu, snjall en hégómagjarn, ágjarn en lítill bardagamaður. Hégóminn gerði hann að vini Hákonar Noregskonungs, sem lét drepa hann og fékk til verksins fyrrum tengdason Snorra.

Amen.


mbl.is Geir Haarde mælir með Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn S Stefánsson

Vinur Hákonar Hákonarsonar

Björn S Stefánsson, 10.1.2020 kl. 07:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bjartur í Sumarhúsum er skopstæling. Gaman að þú skulir ekki fatta það.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2020 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband