Sunnudagur, 5. janúar 2020
Frjálslynd stríð og Trump-lögmálið
Innrásin í Írak 2003 var gerð undir merkjum vestræns frjálslyndis. Markmiðið var að steypa af stóli einræðisherra, Saddam Hussein, og umskapa Írak. Verkefnið mistókst herfilega. Áratug síðar munaði litlu að Írak yrði að Ríki íslams.
Borgarastríðið í Írak og síðar í Sýrlandi styrkti Íran. Trump fékk forsetaembættið 2016 m.a. út á loforð um að hætta frjálslyndum stríðum í miðausturlöndum. Frjálslyndinu heima fyrir sýndi Trump fingurinn með því að loka á straum innflytjenda frá múslímaríkjum. Með frjálslyndum stríðum fór fjölmenningin á haugana.
Slagorð Trump um endurreisn Stór-Ameríku var túlkað sem veikleikamerki í miðausturlöndum. Íran gekk á lagið. Þegjandi samkomulag var á milli Írans og Trump-stjórnarinnar, segir í Jerusalem Post, um að útþensla íranskra áhrifa mætti vera á kostnað bandamanna Bandaríkjanna en ekki bandarískra mannslífa. Stórveldi sem ekki tryggir líf þegna sinna er vitanlega smátt.
Íranir brutu þegjandi samkomulagið með drápi á Bandaríkjamanni í flugskeytaárás í Írak 27. desember. Nokkrum dögum síðar var einn valdamesti maður Írans, og aðalhöfundur útþenslustefnunnar, Soleimani, tekinn af lífi í Bagdad af Bandaríkjaher.
Trump mun ekki hefja landhernað gegn Íran upp á frjálslynda vísu. En hann getur látið eldi og brennisteini rigna yfir Íran, sprengt landið aftur á steinöld.
Trump er ekki heftur af frjálslyndi. Í viðtengdri frétt segir: ,,Trump sagði að ýmis þeirra skotmarka sem væru í sigti Bandaríkjamanna hefðu mikla þýðingu fyrir Íran og íranska menningu." Í munni frjálslyndra er tortíming menningar bannorð. Lögmál fjölmenningar leyfir ekki slíkt orðfæri. Trump boðar annað lögmál, sýnu óvægara en það frjálslynda.
Klerkastjórnin í Teheran skilur vonandi Trump-lögmálið áður en það er um seinan.
Reiðubúnir að ráðast á 52 skotmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skilaboð Trump til klerkanna segja allt sem segja þarf um ætlan hans
-Iran hefur aldrei unnið stríð, en aldrei tapað í samningum-
Knappur texti en hér er Irönum beinlínis boðið að samningaborðinu. Þó ekki þanning að þeir fái allt fyrir ekkert eins og síðast.
Björn Bjarnason fer ágætlega yfir feril Suleimani á sínu bloggi. Þar má sjá að Iranir töldu sig hafa frítt spil eftir samningana við Obama. Samningar við Trump verða ekki svo gjöfulir.
Ragnhildur Kolka, 5.1.2020 kl. 12:57
Sæll Páll,
Lygarnar um að gjöreyðingarvopn (WMD) væru í Írak virkuðu mjög vel, til að eyðileggja Írak (2003), en Afganistan og Írak var alls ekki nóg fyrir vesturveldin. Nú og því voru notaðar aðrar lygar í viðbót um að borgarastríð væri í Líbýu 2011 (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).
Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að vopna og fjármagna. Nú og við áttu bara að styðja allt þetta líka Múslimahatur og fleira fyrir fleiri svona stríð gegn Arabaríkjum þarna.
Þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram endalaust þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I) Nú og þegar um var ræða vopnað og fjármagnað innrásarlið málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar, er hérna ennþá er verið að reyna koma inn þessum lygum um áð borgarastríð hafi verið í Sýrlandi.
Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum endalausa lygaáróðri. Við höfum einnig frétt af þessum líka sérstaka stuðningi vesturlanda við ISIS, sem að ritstýrðu fjölmiðlar hér passa sig á að fjalla ekki um:
The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City?
RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO
British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels
BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS
Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo
The Security Council meets in secret after the arrest of NATO officers in Aleppo
En þetta er allt eitthvað sem verður örugglega aldrei fjallað um í fréttum hér á landi, ekki satt?
EXCLUSIVE: Aleppo Media Centre Funded By French Foreign Office, EU and US
Aleppo: What youre not being told
Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá þarf að rústa og eyðileggja Íran algjörlega fyrir "Stærra Ísrael", og samkvæmt því sem hann General Wesley Clark karlinn uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
http://www.stopiranwar.com/
Nú og þetta er eins og annað sem að fjölmiðlar hér á landi minnast aldrei á:
Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool"
Ex-US Intelligence Officials Confirm: Secret Pentagon Report Proves US Complicity In Creation Of ISIS
CIA Created ISIS; Assange Drops Bombshell On WikiLeaks Release Of 500K US Cables
Declassified Docs Show That Obama Admin Created ISIS In 2012 To Use As A Tool
CIA created ISIS, says Julian Assange as Wikileaks releases 500k US cables
Því er það örugglega orðið mjög mikilvægt núna fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og öðrum vestrænum ríkjum að skála upp bara eitthvað svo hægt sé réttlæta þetta allt saman, og til að styðja þannig við næsta stríð gegn Íran fyrir þeirra "Stærra Ísrael".
Global Warfare: Were going to take out 7 countries in 5 years: Iraq ...
General Wesley Clark: Wars Were Planned
U.S. General Wesley Clark: ISIS is working on Mossad/CIA Plan
Real Reason for Syria War Plans, from Gen. Wesley Clark
US General Wesley Clark: War on Syria Planned in 1991
Syrian Regime Change Operation Part Of Broader Plan
“US helping spread Wahhabism all over the Middle East.”
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.1.2020 kl. 15:10
Innrásin í Írak snerist um olíuhagsmuni. Ef menn vilja kalla stríð byggt á olíuhagsmunum "frjálslynt" er þeim það auðvitað frjálst. En orðanotkunin er kjánaleg hvað sem öðru líður.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2020 kl. 17:36
Steini minn! Þorsteinn Sch Thorsteinsson,þú ert alltaf með tilvitnanir í rit sem má alveg kalla áróðursrit.Það er nú svo að lýðræðisríki eins og BNA breyta um stefnu eftir því hverjir eru við stjórnvölinn og í dag eru þeir sjálfum sér nógir um olíu.Bandaríkin hafa aldrei hrint af stað heimsstyrjöld og voru nauðbeygðir í seinni heimsstyrjöld 39/45 til að bjarga frjálsum ríkjum Evrópu undan Nazistum.Hvers vegna ætti þeir að koma af stað stríði við Persa og nágranna akkurat núna,-nema -þú veist að flest ríki sem ekki eru kristin,keppast um að koma sér upp kjarnorkuvopnum og vertu viss að frændur þínir láta ekki blekkjast aftur ef minnsti grunur er um kjarnavopn tilbúin til árása.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2020 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.