Frjálslynda heimsvaldastefnan og Trump bjargvćttur

Bandaríkin stjórnuđu Írak eftir innrásina 2003 og fall Hussein. Í dag er bandaríska sendiráđiđ í höfuđborg Íraks í umsátri öskrandi múslíma. Hvađa skelfilegu mistök leiddu til niđurlćgingarinnar?

Yfirborđsskýringin er ađ Bandaríkin gerđu árás á sveitir hliđhollar Íran međ bćkistöđvar í Írak. Tilefni árásar Bandaríkjanna er ađ ţeir innfćddu drápu bandarískan verktaka. Jerusalem Post útskýrir samhengi hefndarađgerđanna.

Í stćrra samhenginu er stađa Bandaríkjanna í Írak og miđausturlöndum almennt mistök frjálslyndra á síđasta áratug. Innrásina 2003 má skrifa á reikning Bush forseta og herskárra kaldastríđshauka. Brotthvarf bandaríska hersins undir lok áratugarins var viđurkenning á óförunum. Í byrjun síđasta áratugar var borđiđ dekkađ fyrir skynsama og raunsćja utanríkisstefnu er í grunninn leyfđi múslíum í miđausturlöndum ađ finna lausn á eigin málum. 

Ţađ gekk ekki eftir. Frjálslyndir, Obama, Clinton og kó, tileinkuđu sér herskáa stefnu um ađ breyta miđausturlöndum í vestrćn fjölmenningarsamfélög. Arabíska voriđ í byrjun áratugarins var tylliástćđa. Gadaffi í Líbýu var steypt af stóli og efnt var til borgarastyrjaldar í Sýrlandi.

Trummp var kjörinn forseti 2016 til ađ stöđva illa ígrunduđ hernađarćvintýri. Herskáir frjálslyndir gengu af göflunum, heimtuđu meira blóđ og höfuđ Trump á fati; hann vćri hvort eđ er ekki annađ en smurđur agent Pútín Kremlarbónda.

Kaldastríđsfrjálslyndiđ í Bandaríkjunum er útskýrt í málgangi íhaldssamra hćgrimanna, American Conservative. Í gruninn trúir herskáa útgáfan af frjálslyndi ađ vestrćnt samfélag sé sniđmát fyrir heimsbyggđina alla. Í stađ ţess ađ viđurkenna hreint út heimsvaldastefnuna klćđa frjálslyndir hana í hugmyndafrćđi mannréttinda og yfirvofandi heimsendis vegna manngerđs veđurfars.

Mannréttindi koma ekki af himnum ofan. Ţau verđa til í samfélagi manna. Vestrćn mannréttindi vaxa úr kristni, eins og Tom Holland sýnir fram á í nýrri bók, og byltingunum í Bandaríkjunum og Frakklandi á seinni hluta 18. aldar. Ţessi mannréttindi eru framandi múslímum enda viđurkenna ţeir ţau ekki.

Trump er bjargvćtturinn gegn heimsvaldastefnu frjálslyndra. Hann blés, koltvísýringi auđvitađ, á glópahlýnun og bođađi endalok frjálslyndrar heimsvaldastefnu í miđausturlöndum.

Bandaríkin áttuđu sig á ađ stríđiđ í Víetnam var tapađ 1968 ţegar sendiráđiđ í Saigon varđ fyrir árás. Sjö árum síđar lauk 25 ára sneypuför herveldisins til smáríkis í Suđaustur-Asíu. Barátta gegn heimskommúnisma var yfirvarpiđ sem kostađi milljónir mannslífa. Umsátriđ um bandaríska sendiráđiđ í Bagdad í árslok 2019 fćr kannski einhverja fleiri en Trump til ađ kveikja á perunni í Washington um ađ frjálslynda heimsvaldastefnan er ferđ án fyrirheits.  


mbl.is Kennir Íran um árásina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessađur Páll.

Ég hef sjaldan lesiđ eins yfirgripsmikla umfjöllun, sem kemur eins mörgum stađreyndu ađ, og í ţessum pistli ţínum.

Kannski vantar nálgun á ţá stađreynd ađ vegna viđskipta Trump viđ Sáda, ađ ţá spilađi hann sig fávita ţegar kom ađ morđinu á blađamanninum sem trúđi ađ Tyrkir vćru hluti af Evrópu, mćtti ţví sjálfsöruggur í rćđismannsskrifstofu Sáda, og síđan ekki söguna meir.

Ţá kom í ljós visst sjálfstćđi Tyrkja ganvart miđaldafólki Arabíuskagans, sem og ađ utanríkisstefna USA var mótuđ eftir síđasta ársreikning Trump samsteypunnar, sem og kostunarađila hans.

Eins og ađ ţađ skipti ţig máli Páll ađ halda ţig viđ stađreyndir, kostunarađilar Trumps eru ekki beint ađ fylgjast međ skrifum ţínum.

En ţau eru upplýsandi ţegar ţú kýst ađ segja satt,.

Kveđja ađ austan,.

Ómar Geirsson, 3.1.2020 kl. 17:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband