Þriðjudagur, 31. desember 2019
Áfeng könnun sýnir Samfylkinguna stærsta
Könnun sem tekin var söluhæstu dagana í vínbúðum sýnir stórsókn vinstriflokkanna í stjórnarandstöðunni. Samfylking stærst og í humátt fylgja Viðreisn og Píratar.
Þjóðin er ýmist á barmi örvæntingar þegar hún velur vinstriflokk, samanber hrunið, eða vel hífuð.
En eftir taugaáfall og timburmenn tekur við hversdagsleikinn og lægra fylgi vinstriflokka.
Samfylkingin mælist stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á meðan allir aðrir fá hægri-öfgamenn fáum við fasista. Jibbí.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.12.2019 kl. 14:31
Skýtur það ekki skökku við að samfylkingin
(sem að vil sækja að esb) sé að sækja á,
á sama tíma og meirihluti landsmanna vil ekki sækja að esb?
Jón Þórhallsson, 31.12.2019 kl. 14:44
Það segir eitt og annað um þig Páll að þú tengir þetta við vínneyslu. Varstu á fylleríi þegar þú starfaðir í Alþýðubandalaginu?
Hjálmtýr V Heiðdal, 31.12.2019 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.