Laugardagur, 28. desember 2019
Ítalir varaðir við Svíþjóð: ofbeldi og nauðganir
Ítalir er varaðir við að ferðast til Svíþjóðar vegna hættu á ofbeldisglæpum, skotárásum og nauðgunum. Sænskur fjölmiðill segir frá aðvörun ítalska utanríkisráðuneytisins.
Fyrir daga fjölmenningar þótti Svíþjóð friðsælt land.
Jafnvel móðurland mafíunnar tekur nú vara á þegnum sínum að heimsækja Svíaríki.
Athugasemdir
Þetta vill góðafólkið hér í sem mestum mæli með opnum landamærum
Halldór Jónsson, 28.12.2019 kl. 18:28
Sænskur fjölmiðill sem er nokkuð varhugaverður:
https://www.expressen.se/nyheter/kent-ekeroth-bakom-avpixlats-namnbyte/
Ívar Ottósson, 29.12.2019 kl. 01:37
Samnytt er málgagn Svíþjóðademókrata oft með fréttir sem main stream media þegir yfir. Fleiri en Ítalir vara við ofbeldinu í Svíþjóð sbr Bandaríkin, Bretar og fleiri lönd:
https://www.osac.gov/Country/Sweden/Content/Detail/Report/78423247-4f25-4529-b801-17756005410c
https://omni.se/andra-lander-varnar-for-gangvald-i-sverige/a/VR1VE3
https://www.svd.se/kinesiska-medier-varnar-for-sverige
https://www.sydsvenskan.se/2019-07-09/utlandska-turister-varnas-infor-sverigesemestern
https://www.expressen.se/nyheter/storbritannien-varnar-for-okat-terrorhot-i-sverige/
https://www.hbl.fi/artikel/utlandska-turister-varnas-for-semester-i-sverige/
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/turkisk-tidning-varnar-for-resor-till-sverige
Hvaða afstöðu menn hafa til Svíþjóðademókrata breytir engu um þá hættu sem Svíar og erlendir ferðamenn í Svíþjóð búa við með öllum sprengingum, skotárásum, nauðgunum, ránum og yfirvofandi hættu á hryðjuverkum sem reyndar mörg lönd í Evrópu búa við vegna íslamskra vígamanna, heilagastríðsmanna og hryðjuverkamanna.
Þegar sjálfur konungur Svíþjóðar getur ekki lengur orða bundist og tekur upp glæpafaraldurinn í jólaræðu sinni, þá eru málin ansi langt komin.
Páll fer því rétt með samanburðinn, þegar sjálft "móðurland mafíunnar tekur nú var á þegnum sínum að heimsækja Svíaríki."
Það sem er að gerast í Svíþjóð er svo afskaplega sorglegt...
Gústaf Adolf Skúlason, 29.12.2019 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.