Föstudagur, 27. desember 2019
EES einangrar Ísland frá Bretlandi
Bretland er Íslandi mikilvægara en meginland Evrópu, bæði í viðskiptalegu og menningarlegu tilliti. Bretland er á leið úr félagsskap meginlandsríkjanna, Evrópusambandinu, en sljó og seinfær íslensk yfirvöld binda sitt trúss við EES-samninginn.
Yfirlýsing forsætisráðherra Breta um að allt regluverk ESB fari á haugana eftir Brexit afhjúpar einfeldningslega og grunnhyggna utanríkispólitík Sjálfstæðisflokksins síðustu ára.
Forystu Sjálfstæðisflokksins er fyrirmunað að hugsa sjálfstætt, samanber 3. orkupakkann, og lætur öll eggin í Brussel-körfuna. Í deilunni um 3. orkupakkann var tækifæri til að senda skýr skilaboð um að hagsmunir Íslands væru fríverslun en ekki yfirþjóðlegt samband við meginland Evrópu.
Brexit kippir fótunum undan EES-samningnum. Sjálfstæðisflokkurinn situr uppi með Svarta-Pétur.
Engin aðlögun að reglum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli það sé nú ekki fremur Brexit sem einangrar Ísland frá Bretlandi.
Einkennilegt er að staðhæfa að Bretland sé okkur mikilvægara viðskiptaland en meginland Evrópu, því sú staðhæfing er einfaldlega kolröng. Viðskipti við meginland Evrópu eru langtum meiri en viðskipti við Bretland.
Það er raunar áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna fólk setur fram svona augljóst bull og þvælu. Er það vegna þess að það veit ekki betur, eða er það vegna þess að því er slétt sama um sannleikann? Spyr sá sem ekki veit.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.12.2019 kl. 22:35
Tölurnar eru þessar 2017 í heilum milljörðum króna:
Evrópa, önnur lönd en Bretland: Út: 382 Inn: 458
Bretland: " 49 " 43
Ómar Ragnarsson, 28.12.2019 kl. 01:14
Bretar eru mikilvægastir, ásamt bandaríkjamönnum. Bretar streyma til landsins.
Þeir hafa ekki bara allt sem okkur vanhagar um, þeir hafa líka húmor. Án hans væru íslendingar alvörugefnir þrasarar eins og ÞESSI.
Hvernig væri lífið án breskrar menningar, Mr. Beans, Bítlana, Monthy Python eða enska boltans.
Án Breta værum við fátækari og leiðinlegri.
Benedikt Halldórsson, 28.12.2019 kl. 09:59
Það er ekki allt sem sýnist. Rotterdam er útflutningshöfn fyrir ál, álafurðir og kísiljárn og fleira.
Höfnin í Rotterdam er stærsta umskipunarhöfn í heimi og hefur áhrif á landaskiptingu vöruútflutnings.
Íslenskur útflutningsaðili hefur oft ekki upplýsingar um hvar varan endar og því er hún skráð sem útflutningur til Hollands.
Fyrir útflutningsfyrirtæki í sjávarútvegi er margvíslegt hagræði sem hlýst af því að senda sjávarafurðir í ódýra geymslu til Rotterdams.
Vara í geymslu í Rotterdam getur legið þar í nokkra mánuði og í sumum tilvikum í nokkur ár áður en kaupandi finnst.
Eftir leiðréttingu er ljóst að Bretland er okkar mikilvægasta viðskiptaland. Það er fyrir utan menninguna sem ekki kemur fram í tollaskrám og á ekki heima í gámum.
Benedikt Halldórsson, 28.12.2019 kl. 11:58
Þegar ég hef pantað vörur frá Bandaríkjunum (ljósmyndun, heimaniðursuða) er varan fyrst send til Evrópu og þaðan til Íslands.
Vöruúrvalið fyrir vestan er ótrúlegt. Við eigum að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin og Breta við fyrsta tækifæri.
Benedikt Halldórsson, 28.12.2019 kl. 12:48
Góður Benedikt, Það þarf að kenna Þorsteini hvað er rétt og það gerir þú
svo sannarlega eftir að sjá hvað hann ruglar út í loftið.---
Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2019 kl. 01:11
Allt er nú reynt til að réttlæta þvaðrið! Og kjánarnir góla undir, vitanlega!
Jafnvel þótt útflutningur gegnum Hollands væri einfaldlega ekki tekinn með meginlandi Evrópu (en vitanlega er sá útflutningur að stórum hluta einmitt þangað) myndi það engu breyta um að útflutningur til EES landa er margfalt meiri en til Bretlands.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2019 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.