Föstudagur, 27. desember 2019
Trump er - líka þegar hann er ekki
Frétt um Trump, sem gengur út á að hann sé ekki, þar sem hann þó einu sinni var, í Hollywood-mynd, sýnir styrk pólitísks vörumerkis forseta Bandaríkjanna.
Enginn kemst með tærnar þar sem Trump er með hælana.
Í forsetakosningunum á komandi ári er Trump með slíkt forskot að jafna má við stöðu Liverpool í ensku deildinni.
Klipptu Trump út úr Home Alone | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Búnir að brenna svo oft af greyin; "klippa út" brellan bætir bara forskotið.
Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2019 kl. 10:59
Verstu grimmdarseggir sögunnar eiga eitt sameiginlegt - föðurleysi. Ef tilvonandi harðstjóri og einræðisherra ólst upp hjá föður var hann oftast fjarverandi vegna drykkju eða kvennafars. Ef hann tók eftir afkvæmi sínu var það aðeins til að niðurlægja það.
Trump átti ekki bara góðan föður heldur fékk hann mikilvæga viðurkenningu frá pabba sínum sem fullorðinn maður.
Einræðisherraefnin laðast að miðstýrðum sósíalisma eða nasisma (gott heimili) sem þau fóru á mis við í æsku.
Benedikt Halldórsson, 27.12.2019 kl. 11:19
Appelsínugulu karlinn er að afhjúpa sósíalísku blekkinguna sem hefur verið að festa rætur í vestrænum samfélögum. Endurhönnun sögunnar er tilraun til að verja stöðuna. En fölsun sögunnar gekk ekki upp fyrir sovétmenn og mun ekki ganga upp fyrir Kanadamenn.
Ragnhildur Kolka, 27.12.2019 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.