Mánudagur, 23. desember 2019
Trump, Úkraína og Afganistan
Frjálslyndir og vinstrimenn telja að gerspillt stjórnvöld í Úkraínu eigi rétt á áskrift að bandarísku skattfé. Allt sem truflar sjóðsstreymið, t.d. rannsókn á spillingu frjálslyndra Biden-feðga, eru landráð.
Bandarísk utanríkisstefna er í herkví þverpólitískrar elítu sem á máli heimamanna kallast leðjan ,,blob" og er ekki hátt skrifuð af Trump.
Afrekalisti leðju-elítunnar í Washington er slíkur að sómakærum fræðimönnum býður við. Til dæmis Stephen M. Walt sem skrifaði bók um hörmungarnar undir heitinu Helvíti góðs ásetnings.
Bókin kom út síðast liðið haust og sagði fyrir tímamót. Bandarísk utanríkisstefna er á umbyltingarskeiði. Dagblaðið Washington Post birti nýverið Afganistan-skjölin sem sýna algjöra vanhæfni bandarískrar utanríkisstefnu sem breitt var yfir með lygum og falsfréttum. Vinstriútgáfan The New Republic spyr hvers vegna Afganistan-skjölin valdi ekki meiri umtali en raun ber vitni.
Svarið liggur í Úkraínu-málinu. Frjálslyndir og vinstrimenn vilja hanka Trump fyrir skort á stuðningi við stjórnvöld í Kiev sem leðju-elítan hefur útnefnt sem bandamann. Fréttir af hörmulegri frammistöðu sömu elítu í Afganistan spilla fyrir aðförinni að Trump.
Aðstoðinni slegið á frest skömmu eftir símtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Djúpríkið lifir enn eins og kom svo berlega í ljós í yfirheyrslunum um daginn. Utanríkisráðuneytið lítur svo á að Trump sé að trufla stefnu ráðuneytisins, þegar það er forsetinn sem setur stefnuna. Demókrataflokkurinn og hver sjónvarpsstöðin af annarri ásakar nú Trump fyrir að ganga erinda Rússa þegar þeir segja frá stuðningi Úkraínu við Hillary. Allt til þess að draga úr áhrifum rannsókna Guiliani á spillingu í Kyiv og tilrauná Úkraínu til að bregða fæti fyrir framboð Trumps.
Það verður fróðleg lesning þegar sú rannsókn verður birt ekki síður en bók blaðakonunnar Kim Strassel á WSJ um andófið gegn Trump, The Resistance; At all cost.
Ragnhildur Kolka, 23.12.2019 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.