Namibía er ekki íslensk stjórnmál

Það sem gerist í Namibíu er íslenskum stjórnmálum óviðkomandi. Íslensk stjórnmál, og þar af leiðandi almenningur, báru ekki ábyrgð á starfsemi íslenskra einkabanka í Hollandi og Englandi fyrir hrun og ekki heldur á útgerð Samherja í Namibíu eftir hrun.

RÚV reynir að telja okkur trú um að Íslendingar almennt beri ábyrgð á háttsemi íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu, gerði það bæði í Icesave-deilunni og Namibíumálinu. Hvað seinna málið áhrærir hvílir tengingin á milli íslensks fyrirtækis og namibískrar spillingar á heimildarmanni sem hættir til ölæðis og fjárkúgunar.

RÚV býr til pólitík handa vinstrimönnum sem bæði er slompuð og kúgandi. 


mbl.is „Töluverð vegalengd frá Öxarfirði til Namibíu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Vinstri pólitík er mestmegnis einfaldir frasar sem fólk kann utanbókar en það lærir aldrei að hugsa. Það tileinkar sér "sannleikann" á unglingsárum og þar við situr. Það er álíka og sá sem kann að glamra og gítar og raula með, en telur sig þó fullnuma. Til að skilja pólitík þarf fólk hellst að prófa allar stefnur og strauma, efast stöðugt og æfa sig alla daga í að hugsa. 

Eftir nokkur ár þorir fólkið sem nennir ekki að hugsa að horfast í augu veruleikann né eigin vanmátt.  Það telur sig því vera betra fólk en "rasistarnir" og "afneitararnir" og viti upp á hár hvað öðrum er fyrir bestu - jafnvel öllu mannkyninu -  Það snýr á vanmáttinn og efast ekki um eigið ágæti né "kenninganna" sem  það boðar, þótt þær hafi allar mistekist gjörsamlega. Frekar en að viðurkenna það, leggst fólkið á undirgefna menningu, "háskóla" og fjölmiðla sem endar með sömu ósköpunum og áður....

"Menningin" svarar eftirspurn eftir tröllasögum frá Namibíu og ímyndaðri hamfarahlýnun. 

Benedikt Halldórsson, 22.12.2019 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband