Þórdís, orkupakkar og óskilvirkni

Beint samband er á milli orkupakka 1-3 frá ESB annars vegar og hins vegar óskilvirkum raforkumálum Íslendinga, sem leiddu til hamfaratjóns.

Orkupakkar ESB miðast við að brjóta upp raforkumál á markaði sem telur 500 milljónir íbúa. Raforkumarkaður á Íslandi á að þjóna 300 þúsund landsmönnum. Orkupakkar ESB ganga í þveröfuga átt við þarfir Íslendinga.

Það þarf pólitíska forystu til að framfylgja þjóðarhagsmunum í raforkumálum Íslendinga. Er Þórdís iðnaðar að vakna upp af þyrnirósasvefni ESB-lausna?


mbl.is „Tætingslegt og óskilvirkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Svo sannarlega er beint orsakasamband.

Kapítalismi virkar oftast vel í heimahéraði þar sem íbúarnir veita aðhald. En aðeins innan frjálsra þjóðríkja með landamæri. 

Alþjóðavæðingin gekk vel í fyrstu. Allir urðu aðeins ríkari. Kapítalisminn var því settur á sjálfstýringu eins og skip sem hefur siglt klakklaust þúsund ferðir á milli Fríhafna.

En Adam Smith bað okkur í guðanna bænum að hafa auga með ræningjakapítalistum sem fikta í sjálfsstýringunni með hjálp búrókrata sem við þekkjum ekki. Þeir koma upp svo flóknu reglugerðarkerfi að engin botnar upp né niður í því. 

Markaðurinn þarf að vera einfaldur og auðskilinn. Annars getur almenningur ekki veitt honum aðhald. 

Adam Smith hefði einnig varað við Orkapakkanum sem er svo flókinn að þeir sem mæltu með honum hafa ekki hugmynd í hverju "gæðin" felast, hvað þá almenningur. 

Orkupakkinn er samsæri gegn almenningi. 

Benedikt Halldórsson, 18.12.2019 kl. 07:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 "Tætingslegt og óskilvirkt, sú staða er ekki í samræmi við vilja Alþingis" er haft eftir Iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu,því síður er það vilji Íslendinga sem kusu m.a.stærsta pólitíska flokkinn og treystu honum til að -framfylgja þjóðarhagsmunum í raforkumálum-sem er þeim mun meir aðkallandi sem ágirndin í þau eru sýnilegri.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2019 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband