Laugardagur, 14. desember 2019
Bresk þjóðhyggja og íslensk: EES-úrsögn er okkar Brexit
Bretar kusu úrsögn úr Evrópusambandinu 2016 og aftur 2019. Í þrjú ár þar á milli reyndu ESB-sinnar heima fyrir og Brussel að halda Bretum innan sambandsins, m.a. með tilboði um aðild að EES-samningnum, sem Ísland og Noregur eiga aðild að.
Sannfæring bresku þjóðarinnar um gildi fullveldis leyfði ekki að EES-samningurinn kæmi í stað aðildar.
Verkefni andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er að losna undan EES. Baráttan um 3. orkupakkann var upptaktur.
Bretar munu komast að samkomulagi um sín mál gagnvart ESB. Í því samkomulagi mun fyrirsjáanlega betur komið fyrir fullveldinu en EES-samningurinn leyfir.
Fullveldi og sjálfsforræði er aflvaki breytinga í stjórnmálum.
Baráttan gegn Brexit töpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þriðji orkupakkinn var loka klessan á boðunga Sjálfstæðisflokksins og aldrei framar kís ég flokk með þá Bjarna Ben og Guðlaug þór innan borðs.
Við þurfum að losna undan þeirri á þján sem ESB (fjórðaríkið ) veldur okkur í boði óþjóðhollra íslenskra manna.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2019 kl. 21:40
Tek undir allt sem Hrólfur setur hér fram.
Næst er að komast út úr þessum EES samning sem ekkert
hefur gert gott fyrir okkur.
Það sýndi sig best í þessu óveðri sem gekk yfir landið
að allt þetta bull frá Brussel með aðskilnað á
dreifingu á orkunni í einhver smá lána fyrirtæki
til að selja til almennings er ein sú mesta þvæla
sem við höfum undirgengist í boði vonlausra stjórnmálamanna.
O3 var og er endalok sjálfstæðisflokksins í boði BB og
þeirra ungbarna sem þar sitja.
Því fyrr sem við losnum við þessa óværu sem þessi ríisstjórn
er, því betra.
Nýjan Sjálfstæðisflokk sem allra fyrst.
Sigurður Kristján Hjaltested, 15.12.2019 kl. 00:00
Það gæti verið fróðlegt fyrir hið opinber a að gera SKÐANAKÖNNUN
á afstöðu fólks til EES-samningsins
með því að láta fólk sýna hug sinn með
MEÐ / Á MÓTI -lista;
samhliða okkar næstu hefðbundnu kosningum.
Jón Þórhallsson, 15.12.2019 kl. 08:15
Mæltu heilastur Páll.
Og mæltu þetta sem oftast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.12.2019 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.