Þriðjudagur, 5. nóvember 2019
Alþingi: byggjum sjúkrahús í Albaníu
Í Albaníu er það þekkt staðreynd að hægt er að fá ókeypis fæðingarhjálp á Íslandi, einkum ef heilsufar móður er tæpt. Þess vegna koma albanskar fjölskyldur hingað.
Á alþingi rís hver þingmaður upp á fætur öðrum til að lýsa samstöðu með fæðingarþjónustu fyrir albanskar konur. Hundaflautufrétt RÚV í hádeginu var útkallið.
Alþingi fer með fjárveitingavaldið. Í stað þess að tala til góða fólksins væri nær að þingmenn samþykktu fjárframlög til Albaníu og reistu þar sjúkrahús fyrir vanfærar konur.
Það getur ekki kostað meira en 5 til tíu milljarða að byggja fæðingarheimili í Albaníu.
Sérstaklaga hljóta þingmenn vinstriflokkanna að láta hendur standa fram úr ermum.
Koma svo, góða fólkið bíður í ofvæni.
Fordæmdu brottvísun albönsku konunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, okkur ber ekki að eyða milljörðum í Albani, hvorki hér né í þeirra landi og sízt 5-10 milljörðum! Hvað kom yfir þig, Páll? Okkur ber skylda til að hlynna að okkar eigin fátækasta fólki og þeim sem eru á biðlistum eftir brýnni heilbrigðisþjónustu.
Jón Valur Jensson, 5.11.2019 kl. 20:21
Væri ekki nær að endurreisa fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum fyrst?
Eyjakonur þurfa að sækja uppá land - í flugi - komnar með fæðingarhríðir.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2019 kl. 11:41
Tek hjartanlega undir orð Kolbrúnar um þetta.
Jón Valur Jensson, 6.11.2019 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.