Tyrkir sömdu fyrir innrásina í Sýrland

Áður en Erdogan sendi hermenn inn í Norðaustur-Sýrland gekk hann frá samningum við Assad Sýrlandsforseta og Rússa. Í Norvestur-Sýrlandi er Idlib hérað, sem liggur að landamærum Tyrklands og er undir stjórn andstæðinga Assad. Mögulega fær Assad stuðning Tyrkja við endurheimt héraðsins.

Kúrdar ráða svæðinu sem Tyrkir sækja að, þótt formlega sé það hluti Sýrlands. Líklega kveða samningar á hve langt tyrknesku sveitirnar fari inn í Sýrland.

Bandaríkjamenn vissu, eða máttu vita, um samkomulagið fyrir innrásina. Bandaríkin eru næmari fyrir umræðunni og gætu gripið í taumana, t.d. í tilfelli mannfalls óbreyttra borgara. Tyrkir vilja hafa hraðar hendur og komast yfir það land sem þeir telja sig eiga heimtingu á.

Kúrdar berjast fyrir ættjörð sinni og halda í von um þjóðríki í fyllingu tímans. Þeir munu gera Tyrkjum innrásina dýrkeypta. 


mbl.is Trump vill sætta Tyrki og Kúrda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband