Krónan ber vexti, evran ekki

Á Íslandi er hægt að lækka vexti til að mæta niðursveiflu. Í Evrópu er ekki hægt að beita þessu hagstjórnartæki þar sem vextir eru í núlli eða jafnvel í mínus.

Krónan er vaxtaberandi gjaldmiðill en evran ekki. Að þessu leyti er krónan eðlilegur gjaldmiðill en evran afbrigðilegur.

Hvaða stjórnmálaflokkar vilja evru í stað krónu? Jú, þeir afbrigðilegu.


mbl.is „Við erum í lagi en heimurinn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er geysimálefnaleg röksemdafærsla.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2019 kl. 09:08

2 Smámynd: Jónas Kr

Í Argentínu eru stýrivextir 78% enda rífandi uppgangur þar.

í Swiss eru stýrivextir -0.75%. Þar lifa allir við hungurmörk.

Jónas Kr, 20.9.2019 kl. 09:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, Svisslendingar eru afbrigðilegt fólk.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2019 kl. 12:28

4 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Vextir sem eru komnir niðurundir núllið er einkenni um sjúkt hagkerfi.  Jónas Kr.: þó svo að þjóðarframleiðsla í Sviss sé há og lífsgæði almennt há þá hefur hagvöxtur þar verið frekar lágur á þeirra mælikvarða. Þetta lágir vextir er kláralega ætlað að auka hagvöxtinn því þeir telja hann ekki ásættanlegar eða mynduð þið félagar (Jónas og Þorsteinn) leggja sparnað ykkar í -0,75% ávöxtun?

Stefán Örn Valdimarsson, 20.9.2019 kl. 14:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fréttin sem Páll skrifar er rétt og krefst þess að almenningur sé minntur á það sem aldrei birtist á stóru fréttastofunum. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2019 kl. 14:22

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna ætti lág ávöxtun að vera merki um sjúkt hagkerfi, eitthvað frekar en að stöðug verðbólga sé merki um sjúkt hagkerfi? Eða hvers vegna ætti það að vera náttúrulögmál að gjaldmiðlar rýrni sífellt í verði?

Vextir í þróuðum hagkerfum eru lægri en vextir í hagkerfum sem enn eiga eftir að taka þróunina út. Vextir í Japan og Sviss eru til dæmis afar lágir, ekki vegna þess að hagkerfi þessara landa séu "sjúk" heldur þvert á móti vegna þess að bæði löndin eru með mjög þróað hagkerfi. En samkvæmt ofangreindu er það sjúkleikamerki ef hagkerfi er þróað.

Það er allt í lagi að hafa þá skoðun að heppilegt sé fyrir Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. En vinsamlega ekki vera að reyna að rökstyðja þá skoðun með svona dæmalausu þvaðri og bulli.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.9.2019 kl. 14:47

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svissneska hagkerfið stendur vel, á því er þokkalegur gangur.  Það er í raun bara ein ástæða fyrir því að stýrivextir eru þar neikvæðir.

Vandræðin og stöðnunin á Eurosvæðinu.  Svisslendingar mega einfaldlega ekki við því að euroin streymi inn í landið og keyri upp verðgildi frankans.

Þess vegna geta þeir ekki haldið uppi vöxtum.  Þeir neyðast til þess vegna hins stóra nágranna, sem prentar peninga hraðar en auga festir.

Sterkur gjaldmiðill er ekki í öllum tilfellum æskilegur.

Því prentar Svissneski seðlabankinn einnig peninga í stórum stíl, og er t.d. orðinn umsvifamikill fjárfestir á Bandaríska verðbréfamarkaðnum.  Einn stærsti hluthafinn í ýmsum þarlendum stórfyrirtækjum.

Getur verið varasöm þróun og ekki auðvelt að sjá hvert það mun leiða.

G. Tómas Gunnarsson, 20.9.2019 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband