Fimmtudagur, 19. september 2019
Flóttabörn á fimmtugsaldri
Sum ,,flóttabörn" sem koma til Svíþjóðar eru í raun fertug, segir sænskur barnalæknir. Það er siðlaust að rannsaka ekki aldur meintra flóttabarna þar sem fullorðnir karlmenn taka til sín fjármuni og stuðning sem ætlaður er börnum, skrifar læknirinn Josef Milerad í sænskt fagrit lækna.
Fjölmiðlar í Svíþjóð taka málið upp og vekja athygli á að allt að 40$ meintra flóttabarna er koma til Svíþjóðar gefa upp rangan aldur. Fullorðnir karlmenn stela til sín bjargráðum fyrir börn.
Milerad læknir segir marga starfsfélaga sína ekki þora að tjá sig um málið af ótta við að fá á sig ásakanir um útlendingahatur.
Athugasemdir
Tilgangurinn helgar meðalið. Aðalatriðið er að fá einstaklingana inn í landið. Á hvaða forsendum skiptir minna máli og þess vegna er í lagi að misnota kerfið.
Helgi Viðar Hilmarsson, 20.9.2019 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.